fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Fókus

Völvuspá DV – Áhrifavaldar í bobba – „Þessi stétt er dauð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2019 19:30

Myndir: Skjáskot/Instagram @tanjayra - @sunnevaeinarss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV fékk spákonu til að rýna í árið 2020 og má finna spána í heild sinni í Völvublaði DV. Eftirfarandi er stuttur bútur úr spánni.

Þessi stétt er dauð

Nú vill völvan fara að einbeita sér að dægurmálunum. Áhrifavaldar eru henni efst í huga.

„Nýja stéttin okkar, áhrifavaldar, nær ekki flugi og heyrist lítið frá þeim á árinu og framvegis,“ segir hún. „Þeir reka sig á að ekki er endalaust hægt að ginna fólk og hvetja til alls kyns vitleysu. Þessi stétt er dauð og skilur ekkert eftir sig nema athyglissjúkt fólk og manneskjur sem háðar eru fegrunaraðgerðum,“ bætir hún við og verður heitt í hamsi.

„Ég veit ekki hvað þið DV-liðar gerið við fasta liðinn Vikan á Instagram því úr litlu verður að moða,“ segir hún og rekur ritstjórann í rogastans að völvan fylgist með slíku.

Sunneva Einarsdóttir. Mynd: Skjáskot/Instagram @sunnevaeinarss

„Ég þekki þetta fólk. Sunneva Einars er ein af fáum sem spjarar sig því hún er komin inn í Engeyjarættina. Hún klárar sitt nám og gengur í lið með fjármálaöflum. Hún heldur áfram að bæta sig í ræktinni og auglýsa hitt og þetta. Varðandi annan klókan áhrifavald, Manuelu Ósk, sé ég hana fara í enn frekari bisness og umsvif á fasteignamarkaði. Hún er ansi klár og spjarar sig vel,“ segir völvan. „Svo eru það hinir; Þórunn Ívars, Ernuland, Aron Mola og hvað þetta lið allt heitir. Það verður gleymt þegar árið er liðið.“

Manuela Ósk Harðardóttir
Manuela Ósk.

Völvuspána í heild sinni má lesa í Völvublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass

Melkorka fær frábærar hugmyndir – Vírapils og gervirass
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar

Pétur Jóhann með COVID-19 – Vaknaði í svitabaði á afmælisdegi eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“

Handritshöfundur Ráðherrans um fyrstu viðbrögð landsmanna – „Ekki dulinn vilji að cancela VG“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“

Sjáðu myndbandið: Dúa og Lance höfðu ekki hitt hvort annað mánuðum saman – „Ég er svo stressuð“