Laugardagur 29.febrúar 2020
Fókus

Skúli Mogensen selur 630 fm glæsihýsi á Seltjarnarnesi – Sjáðu myndirnar

Fókus
Þriðjudaginn 15. október 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air selur glæsihýsi sitt við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnanesi. Húsið hefur verið auglýst til sölu á Oceanvillaiceland.com, en það virðist að síðan hafi aðeins verið stofnuð fyrir sölu hússins. MBL greinir frá.

„Ein af stórbrotnustu villum Íslands er nú til sölu,“ stendur á síðunni. Á síðunni er hægt að lesa ítarlega um húsið, staðsetninguna, hverfið og einnig er sér undirsíða um af hverju kaupandinn ætti að velja Ísland.

Vefsíðan.

Húsið var byggt árið 2008 og er um 630 fm og á þremur hæðum. Það hefur verið í eigu Skúla síðan árið 2016.

Verðlaunaarkitektar Granda Studio hönnuðu húsið og voru Selma Ágústsdóttir og Gríma Björg Thorarensen innanhúshönnuðir hússins.

Í húsinu eru fimm baðherbergi, þrjú svefnherbergi, tvær stofur, fjölskylduherbergi og skrifstofa. En lúxusinn endar ekki þar, það er einnig kvikmyndasalur, líkamsræktarsalur, tveir nuddpottar og gufubað í húsinu.

Kaupverð er ekki gefið upp á síðunni né hverjir standa að sölunni. Stundin greindi frá því í desember 2018 að Skúli hafi veðsett húsið á tæplega 360 milljónir.

Sjáðu myndir af húsinu frá OceanVillaIceland.com.

Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com
Myndir: Oceanvillaiceland.com

Sjáðu fleiri myndir af eigninni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stefán afhjúpar litla leyndarmál RÚV – „Þetta hefur verið vitað í mörg ár en verið farið með sem mannsmorð”

Stefán afhjúpar litla leyndarmál RÚV – „Þetta hefur verið vitað í mörg ár en verið farið með sem mannsmorð”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsþekkt stjarna berbrjósta í Bláa lóninu

Heimsþekkt stjarna berbrjósta í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Una Margrét komin með nóg af áróðri innanhúsarkitekta – Eru Íslendingar leiðifífl? – „Ljótt. Kuldalegt. Ömurlegt.“

Una Margrét komin með nóg af áróðri innanhúsarkitekta – Eru Íslendingar leiðifífl? – „Ljótt. Kuldalegt. Ömurlegt.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nafnagjöf í beinni

Nafnagjöf í beinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Í kvöld skála hagfræðingar“

Vikan á Instagram: „Í kvöld skála hagfræðingar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín Sif komin á fast

Kristín Sif komin á fast