fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fókus

„Eins klisjulegt og það hljómar er Ísland frábær innblástur”

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 10. ágúst 2019 19:00

Linda, hönnuður Pastelpaper „Myndefnið eru íslenskir fuglar og framleiðslan fer fram hér á landi.”

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Jóhannsdóttir fatahönnuður teiknar töfrandi hversdagsmyndir. Fimm ár eru nú síðan fyrirtæki hennar Pastelpaper varð að veruleika en fyrstu myndirnar voru andlitsmyndir íslenskra fugla.

Síðan þá hafa línurnar Baby North, Tropical Dream og Bird Portrait 2 litið dagsins ljós, en ásamt þeim hefur Linda haldið sýningarnar Píka og Brjóst sem nutu mikillar athygli. „Ég stofnaði Pastelpaper 2014, nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands og uppfull af ótal hugmyndum. Ég var ófrísk að yngri drengnum mínum og ákaflega spennt fyrir að skapa eitthvað. Þetta hafa verið skemmtileg og lærdómsrík fimm ár, en ég lýsi merki mínu yfirleitt sem litlu hönnunarmerki sem sérhæfir sig í póstkortum og myndum. Myndefnið eru aðallega íslenskir fuglar en hugmyndin var strax frá upphafi sú að gefa út fleiri línur. Það var líka alltaf á planinu að hanna fleiri muni fyrir heimilið og er afmælisárið helgað því.“

Atvinnuskapandi og umhverfisvænt

Fyrr á árinu varð sá draumur að veruleika þegar Linda frumsýndi sófaborðið B38 á HönnunarMars í Epal. Borðið hlaut mikið lof og vonast Linda til að hægt verði að koma því í sölu sem fyrst. „Það að framleiða á Íslandi hefur sína kosti og galla. Það er dásamlegt hvað allt er nálægt og alltaf hægt að finna einhvern sem þekkir einhvern sem býr yfir því sem þig vantar, en að sama skapi bitnar það á kostnaðinum sem er mun meiri en ef framleiðslan væri erlendis. Ég hef þó valið að halda framleiðslunni hér heima, enda er það bæði umhverfisvænna og atvinnuskapandi.“

Fátt sem toppar fegurð þessa lands

Síðasta haust ákvað Linda svo að bæta menntun sína sem hún segir að nýtist Pastelpaper gríðarlega vel. „Ég skráði mig í nýsköpun og viðskiptaþróun hjá Háskóla Íslands sem opnar fyrir alls konar nýjar hugmyndir. Það er því óhætt að segja að framundan séu skemmtilegir tímar, en ég hef nýtt sumarið vel í ferðalög um landið þar sem ég safna í hugmyndabankann og þróa hugmynd sem ég hef gengið með í langan tíma. Eins klisjulegt og það hljómar er Ísland frábær innblástur og fátt sem toppar fegurð landsins. Í haust mun ný lína fæðast innblásin af náttúru Íslands.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Inga lenti á götunni í sumar – „Ég mun aldrei treysta Konukoti aftur“

Inga lenti á götunni í sumar – „Ég mun aldrei treysta Konukoti aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur lenti í bílslysi í beinni útsendingu á meðan hann hékk í símanum – Áhorfendur brjálaðir út af viðbrögðum hans

Áhrifavaldur lenti í bílslysi í beinni útsendingu á meðan hann hékk í símanum – Áhorfendur brjálaðir út af viðbrögðum hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flugdólgarnir í sólarlandsflugum verstir en gefandi að fá að vinna með fólki

Flugdólgarnir í sólarlandsflugum verstir en gefandi að fá að vinna með fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur þú leyst þessa þraut sem er ætluð sex ára börnum?

Getur þú leyst þessa þraut sem er ætluð sex ára börnum?