fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sektaður fyrir að stunda sjálfsfróun fyrir framan samstarfskonu sína

Fókus
Mánudaginn 8. júlí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Kip Pardue hefur verið sektaður um sex þúsund dollara af Samtökum leikara í Bandaríkjunum (e. Screen Actors Guild) fyrir að hafa áreitt mótleikkonu sína á tökustað.

Fréttavefurinn Page Six greindi fyrst frá atvikinu sem er sagt hafa átt sér stað í maí á síðasta ári. Hermt er að Pardue hafi verið staddur við tökur á sjónvarpsmyndinni Mogulettes og þvingað leikkonuna Söruh Scott til að leggja hendur hennar á kynfæri sín. Leikararnir voru staddir í senu sem átti sér í svefnherbergi þar sem bæði voru léttklædd og saman undir sæng. Segir sagan að Pardue hafi verið í fullri reisn og afar ákafur, þó hann hafi reynt að fela gjörninginn fyrir öðrum samstarfsmönnum þennan tökudag.

Í sömu úttekt kemur fram að Pardue hafi í kjölfarið fylgt henni í búningsklefa og tekið upp á því að stunda sjálfsfróun fyrir framan hana. Scott misbauð þessu atviki og tilkynnti það bæði til lögreglu og leikarasamtökin. Þá hlaut leikarinn sekt fyrir alvarlegt brot í starfi og ófaglega hegðun en hann á möguleika á helmingi lægri sekt ef hann sækir námskeið sem er ætlað gerendum kynferðisofbeldis.

Sarah Scott
Andrea Bogart.

Scott er ekki sú eina sem hefur lent í sambærilegu atviki hjá Pardue en leikkonan Andrea Bogart hefur einnig stigið fram og sagt að hann hafi einnig stundað sjálfsfróun fyrir framan sig á tökustað. Þetta átti að hafa gerst árið 2014 þegar þau léku saman í sjónvarpsþættinum Ray Donovan.

Í samtali við fréttamiðilinn The Times segir Scott að sektin sé skref í rétta átt, en að Pardue eigi harðari refsingu skilið. „Það sem skiptir máli fyrir mig er að fleiri geta stigið fram og vitað af því að verkalýðssamtök taka svona kvartanir alvarlega og stuðla að vinnuumhverfi þar sem hlustað er á fólk,“ segir Scott.

Talsmaður Pardue blæs þó á þessar sögur og segir leikarann hafa aldrei tekið þátt í kynferðishegðun af þessu tagi án samþykkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta