fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Svona tók Embla lokaskrefin í átt að veganisma: „Ég man daginn sem ég ákvað þetta hvað ég var ánægð“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 4. júní 2019 19:00

Embla Ósk Ásgeirdóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embla Ósk Ásgeirsdóttir hefur verið vegan í tæplega tvö ár. Veganismi er henni hjartans mál og heldur hún úti Instagram-síðunni @embla_osk þar sem hún breiðir út boðskap um lífsstílinn.

Hún er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus. Í þættinum ræðir Embla um veganisma og fer ásamt þáttastjórnanda yfir ráð til nýrra grænkera og þeirra sem vilja taka fyrstu skrefin.

Sjá einnig: Sex ráð til nýrra grænkera: „Gefðu þér breik“

Embla Ósk rifjar upp þegar hún varð fyrst vegan en það eru komin tæplega tvö ár síðan.

„Ég varð vegan fyrir tæpum tveimur árum. Ég held það hafi verið 1. júlí, minnir mig. Ég varð vegan því ég loksins ákvað að taka þessa ákvörðun. Ég hafði hætt að borða kjöt og fisk í eit tog hálft ár fyrir. Litlu systir minni langaði svo að verða vegan og ég var búin að bíða með að horfast í augu við þetta. Ég reyndi að taka út mjólkurvörur en fannst það erfitt,“ segir Embla og bætir við að það sem hún átti erfiðast með að segja skilið við var AB-mjólkin sem hún fékk sér í morgunmat.

„Mér fannst það bara svo geðveikt gott. Ég smakkaði soja jógúrt og fannst það vont og hætti þá bara að reyna.“

Embla segir að til þess að taka lokaskrefið í átt að veganisma hafi hún þurft að kynna sér almennilega aðstæður dýranna. „Ég þurfti alveg að skoða mjólkuriðnaðinn. Fá að vita af hverju ég ætti að verða vegan. […] Ég man daginn sem ég ákvað þetta hvað ég var ánægð,“ segir Embla.

„Ég var ekkert að kynna mér þetta. Ég vissi að það væri rangt að borða kjöt, en það er líka svo augljóst þegar þú ert með kjöt fyrir framan þig. Þá ertu bara með dauðan líkamspart fyrir framan þig og sérð svo augljóslega að þetta er dauði og morð. En þegar þú ert með mjólk þá er þetta afurð og það er erfiðara að tengja við það ef þú kynnir þér ekki hvaðan hún kemur.“

Embla segir að ferlið að verða vegan hafi tekið eitt og hálft ár og hún tók fiskinn síðast út úr mataræðinu.

Horfðu á Föstudagsþáttinn Fókus hér að neðan.

Föstudagsþátturinn Fókus – Veganismi, þáttur 2, Embla Ósk – 31.05.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“