fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fókus

Svarthöfði: Hingað og ekki lengra, Eurovision!

Svarthöfði
Laugardaginn 9. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn eitt árið brestur á „Júrómanía“ hjá landanum litla. Sem fyrr  þykir Svarthöfða þetta afar miður. Eina ferðina enn sækjast Íslendingar eftir viðurkenningu frá nágrönnum okkar með sjálfumgleðina í fyrirrúmi og senda út nýtt flórsykrað gól sem þykist sverja sig í ætt við tónlist. En þessi hamfarahljóð dægurmenningar eru hægt og bítandi að kæfa innri víkinginn í okkur öllum.

Svarthöfði skal þó ekki neita því að hann kann ágætlega við glingur og yfirdrifinn lúðaleik á sviði. En ranghugmyndir um merkilegheit þessarar keppni, í bland við kosningaklíkurnar sem oft halda gæðum gefinna laga undir frostmarki, eru með eindæmum þreytandi.

Hver ætti ávinningurinn að vera ef við ynnum Eurovision? Við erum að drukkna í ferðamönnum hvort sem er og því vandséð að vænlegt sé að brenna peningum í poppandi landkynningu á Evrópuvísu. Ísland er eins og ofdekruð millistéttarprinsessa sem þráir bleikan smáhest ofar öllu, gjörsamlega ómeðvituð um hvað skal gera þegar hún eignast kvikindið. Það hvergi pláss til að þess að hýsa hestinn.

Sigurvíman og hátíðarhöldin sem myndu bresta á ef Ísland ynni keppnina valda Svarthöfða kvíða. Þá fyrst myndu nágrannar okkar og aðrir Evrópubúar sjá hversu lítil við erum – og enn verra, hversu lítil við erum í okkur.

Eurovision er spillt og yfirborðskennd hæfileikakeppni þar sem atriðin eru oft á tíðum klisjukennd og dansa á vandræðalegri línu staðalímynda og jafnvel rasisma. Þegar þannig stendur á reynir síðan keppnin að leggja talsvert upp úr pólitískum skilaboðum og vitundarvakningu gagnvart mannréttindabrotum. Það er fullkomin hræsni og alveg úr takti við leikvöll og tilgang þessa sjónvarpsefnis.

Það er Svarthöfða einfaldlega um megn að flýja raunveruleikann og taka á móti gervihljómum, þaulæfðum danssporum og sparibrosum þær uppsöfnuðu klukkustundir sem Evrópa „sameinast“ í þágu gamans.

Það hljóta að vera betri leiðir til að sameina fagnaðarþörf og veruleikaflótta æstra Evrópubúa, eins og alþjóðlegt, meinfyndið og rammpólitískt uppistand eða kettlingasýningar. Svarthöfði myndi með ánægju taka sér tíma frá vangaveltum um framtíð sinnar ættar og valdapýramída Helstirnisins og henda nokkrum atkvæðum í krúttlegar og tilgerðarlausar kisur. Auk þess væri þátttaka og utanumhald ódýrara, þannig að Ísland kæmist fjær þeirri hugsun að brenna þessum árlegu peningum í eintóma meðalmennsku vegna froðukenndrar sýndarmennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Í gær

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021
Fókus
Í gær

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk