fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Arnar Gauti innréttaði hönnunarperlu í 101 – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hönnuðurinn Arnar Gauti Sverrisson hefur starfað við tísku og hönnun í fjölda ára. Hann var einn þáttastjórnenda Innlit Útlit fyrir nokkrum árum, sá um að innrétta veitingastaðina Library Bistro/bar í Reykjanesbæ og El Santo í miðbæ Reykjavíkur, svo fátt ei sé nefnt.

Nýlegt verkefni Arnars Gauta var að innrétta íbúð í nýju fjölbýlishúsi á Hverfisgötu 94 og 96 í miðbæ Reykjavíkur, á hinum svokallaða Landsbankareit. 38 íbúðir eru í húsinu og stórfenglegt útsýni af efri hæðum þess yfir miðborgina og á Esjuna.

Ef Arnar Gauti myndi kaupa íbúð í húsinu þá yrði það íbúð á fimmtu hæð hússins „Hún minnir mig á hönnun frá þakíbúðum í París, þar sem gluggarnir eru hallandi inn og bakhliðin er einnig æðisleg. Útsýnið úr 502 er stórfenglegt að sjálfsögðu líka, þar sem fjallahringurinn og hafið blasir við,“ segir Arnar Gauti.

Sýningaríbúðin sem hann innréttaði er hins vegar á annarri hæð hússins, tveggja herbergja og 86 fm á jarðhæð með sérsvölum.

„Það fyrsta sem ég tók eftir og elska við þessar eignir er hvað hönnunin á innréttingum frá Berglindi og Helgu eru ótrúlega vandaðar og fallegar. Ég gjörsamlega dýrka þetta eldhús, að hafa innfelldan ískáp og uppþvottavélina inn í innréttingunni sem nær síðan alveg á milli veggja og  upp í loft er æði.  Eyjan er ótrúlega mikil mubla og mikið pláss í henni sem setur mikinn svip á alrýmið í heild sinni,“ segir Arnar Gauti.

Arnar Gauti innréttaði alla íbúðina með uppáhalds vörumerki sínu í húsgögnum, Dialma Brown frá Ítalíu, en það fæst í Húsgagnahöllinni þar sem Arnar Gauti starfar. „Þessi stíll hefur alltaf heillað mig sem er svona bland af rústik og glæsileika.  Borðstofuborðið er eins og ég hafi keypt það gamalt frá París, svona franskt Rococo og Baroque með twisti og er stækkanlegt.“

„Bókahilluna finnst mér gaman að nota fyrir fallega decor hluti og setur hún mikinn svip á íbúðina.“

Baðherbergið er rúmgott og með flottum hringspegli, ásamt að vera með þessar fallegu svörtu innréttingar og hita í gólfum.

„Svefnherbergið er rúmgott með rúmi frá Dorma. Ég dýrka þessi einföldu en rústik náttborð frá Dialma Brown, endurunninn viður á grófum stálfótum er allt sem þarf.  Pláss fyrir lampann og bókina í hillunni. Það eru stórir skápar í svefnherberginu í auðvitað svörtu eins og allar innréttingarnar í íbúðinni.“

Frekari upplýsingar og myndir má sjá á heimasíðu Arnars Gauta. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin

Lúsmý leikur landann grátt – Svona slærðu á óþægindin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konunglegt foreldrafrí

Konunglegt foreldrafrí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gera grín að miðaldra fólki í Facebook hópi: „Þessi Me Too bylting er komin út í ÖFGAR“

Gera grín að miðaldra fólki í Facebook hópi: „Þessi Me Too bylting er komin út í ÖFGAR“