fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Hera rokkaði rauða dregilinn í London – „Uppreisn hefur alltaf verið tengd við æsku“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Mortal Engines var heimsfrumsýnd í London á þriðjudag. Kvikmyndin byggir á fyrstu bók bókaseríu rithöfundarins Philip Reeve, er í leikstjórn Christian Rivers, og  hin 29 ára gamla Hera Hilmars leikur kvenhetju myndarinnar, Hester Shaw.

Hera mætti ásamt öðrum aðstandendum myndarinnar á frumsýninguna og var stórglæsileg á rauða dreglinum í kjól frá hinum heimsþekkta hönnuði Oscar de la Renta.

Sögusvið Mortal Engines er fjarlæg framtíð þar sem jarðarbúar þrífast við erfiðar aðstæður. Miklar hamfarir hafa þó orðið, en mannfólkinu hefur tekist að aðlagast aðstæðunum, með ákveðnum fórnarkostnaði þó.

Peter Jackson ásamt dóttur sinni Katie

Hera ávarpaði blaðamenn við frumsýninguna í London: „Uppreisn hefur alltaf verið tengd við æsku, en svo þarf ekki að vera. Það er unggæðið í okkur öllum sem segir: Þetta er það sem ég vil fyrir framtíðina, þetta er það sem ég vil vera og þetta er veröldin sem ég vil búa í.

Það hlýjar manni um hjartað þegar fólk berst fyrir því sem það trúir á. Og það fær mann til að trúa því að við getum búið í heimi sem við viljum búa í.“

Hera bætti við að hægt væri að læra samfélagslegar reglur af myndinni. „Ég tel að það séu hlutir að gerast í heiminum í dag sem er erfitt að meðtaka. Ég vona að við getum breytt því og fundið leið til að sameinast sem ein heild til að geta haldið áfram lífi okkar hér.

Þetta snýst um hvað þú vilt gera fyrir þig og hvað þú vilt gera fyrir heildina, og kannski fer þetta ekki alltaf saman, og kannski þurfum við að breyta hugsunarhætti okkar og fara að taka eftir því sem er að gerast fyrir utan okkar eigin þægindaramma.“

Hugo Weaving
Jihae
Colin Salmon

Mortal Engines er frumsýnd á Íslandi í desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“

Dregur sannleiksgildi Leaving Neverland í efa: „Fólk skáldaði bara upp einhverja bölvaða sögu því það vildi eignast peninga“
Fókus
Í gær

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum

Dóttir Daða og Árnýjar komin í heiminn eftir 28 tíma fæðingu – Sjáið fyrstu myndina af frumburðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“

Stína missti manninn sinn úr krabbameini – Talar opinskátt um kynlíf sem aðstandandi sjúklings: „Þetta var mjög mikil togstreita“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“

Besta kynlífið – Íslendingar segja frá: „Hann reyndist líka sleikja eins og engill“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“

Tiger hugsar um kynlífshneykslið á hverjum degi: „Hann missti allt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndband dagsins: „Þetta er mamma Söru í Júník“

Myndband dagsins: „Þetta er mamma Söru í Júník“