fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Eyjan

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. júní 2025 07:00

Trump og Biden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hafa margir rekið upp stór augu aðfaranótt sunnudagsins við að lesa færslu Donald Trump á samfélagsmiðlinum Truth Social, sem hann á sjálfur, um að Joe Biden, forveri hans í forsetaembættinu, hafi verið tekinn af lífi 2020 og að klóni hafi tekið við hlutverki hans.

„Það er enginn Joe Biden – tekinn af lífi 2020.“ Stendur í færslunni og líklega hafa sumir velt því fyrir sér hvort Trump sé endanlega búinn að tapa sér.

Trump skreytti færsluna með mynd af sjálfum sér.

„Biden klónar og vélmennalegir, sálarlausir, hugsanalausir hlutir er það sem þú sérð,“ stendur einnig í færslunni sem var upphaflega birt af notandanafninu „Ilijh“ og Trump „endurtísti“.

Skjáskot af þessari undarlegu færslu Trump.

En líklega þarf þessi „Ilijh“ einhverja aðstoð, að minnsta kosti ef aðrar færslur viðkomandi á Truth Social eru skoðaðar. Þar lýsir viðkomandi mikilli þörf fyrir „guðlegt inngrip“ varðandi alla þá satanista og barnaníðinga sem eru nánast í hverju horni að mati viðkomandi.

Þessi utan er fjöldi gyðingahaturssamsæriskenninga á síðu viðkomandi og sama á við um samsæriskenningar um „djúpríkið“. Meðal annars nýleg færsla þar sem því er lýst að rússneskar hersveitir í Úkraínu hafi „komið upp“ um leynilega aðstöðu þar sem viðskipti með börn og líffæri voru stunduð í samvinnu við ísraelsk samtök sem ræna, pynta, nauðga og drepa börn.

Trump er svo sem enginn nýgræðingur varðandi samsæriskenningar. Hann hélt því til dæmis lengi fram að Barack Obama hafi ekki fæðst í Bandaríkjunum og væri því ekki lögmætur forseti. Hann dró síðan í land með þetta og sagði að Hillary Clinton hefði komið þessum orðrómi af stað.

Svo má ekki gleyma staðlausum fullyrðingum hans um að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020 en þeim fullyrðingum hefur ítrekað verið vísað til föðurhúsanna af bandarískum dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Enn eru fornmenn á ferð

Enn eru fornmenn á ferð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi

Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Itera á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra

Orðið á götunni: Formaður Samtaka í sjávarútvegi segir af sér – klofningur í röðum sægreifa vegna hroka og græðgi sumra þeirra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan fær að heyra það fyrir að kvarta undan vinnu á sunnudegi – „Háttvirtir aumingjar“

Stjórnarandstaðan fær að heyra það fyrir að kvarta undan vinnu á sunnudegi – „Háttvirtir aumingjar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“

Oddný var ekki látin vita að hún yrði ráðherra – „Það kom yfir mig einhver svona dauðadoði“