fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Eyjan

Þórólfur Matthíasson: Jaðarskatturinn á ellilífeyrisþega getur verið 70-80 prósent – þekkist hvergi á byggðu bóli

Eyjan
Mánudaginn 16. september 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaðarskatturinn á ellilífeyrisþega á tilteknum tekjubilum er á bilinu 70-80 prósent, sem þekkist hvergi annars staðar á byggðu bóli lengur. Ástæðan fyrir því er mikið til sú að Skatturinn og Tryggingastofnun líta á verðbætur sem vaxtatekjur. Mikilvægt er að kafa ofan í þessi mál til að gera bót á. Þórólfur Matthíasson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni.

Hlusta má á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 4.mp4
play-sharp-fill

Markaðurinn - Þórólfur Matthíasson - klippa 4.mp4

„Það er eitt með fjármagnstekjurnar Þeir sem fá þær, það er dálítið eldra fól, og ég hjó eftir því að núna í fjárlagafrumvarpinu á að hækka frítekjumarkið vegna atvinnutekna fyrir skjólstæðinga Tryggingastofnunar. Það er nú reyndar fjármagnað af þeim sjálfum vegna þess að lífeyrissjóðatekjur hafa aukist og þar með hafa útgjöld Tryggingastofnunar í ellilífeyri minnkað,“ segir Þórólfur.

Hann segir stundum talað um að Tryggingastofnun sé einn stærsti móttakandi lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðunum.

Það var nú ekki hugmyndin í byrjun, var það?

„Ja, það má svolítið ræða það. En hins vegar þá er ekkert gert með frítekjumarkið á fjármagnstekjunum en þegar Tryggingastofnun og Skatturinn líta á verðbætur á bankabólum þá teljast þær vera vaxtatekjur og það kemur til frádráttar á lífeyrinum frá Tryggingastofnun. Ég hef persónulega rætt við fólk sem hefur lent í stórkostlegum vandræðum vegna þess að það er kannski nýbúið að selja eign og flytja í annað húsnæði – breyta um eignarform á húseigninni sinni – og á þar af leiðandi einhverja fjármuni á bók. Skilaboðin til þessa fólks eru nánast þessi: Elskurnar mínar, flýtið ykkur að borga þetta út sem fyrirframgreiddan arf.“

Þórólfur segir að kafa þurfi betur ofan í þetta kerfi. „Jaðarskatturinn á ellilífeyrisþega á ákveðnum tekjubilum er 70-80 prósent.“

Sem er náttúrlega algerlega út úr kortinu.

„Það bara þekkist ekki á byggðu bóli lengur.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn

Deilurnar í Pírötum – Halldór Auðar hættur aðeins þremur vikum eftir að hann var kjörinn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út

Bergþór Ólason: Ekki hægt að tala um kyrrstöðu því allt hefur færst til verri vegar og ríkisútgjöld sprungið út
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála

Sigmundur Ernir skrifar: Klofningurinn á hægri væng íslenskra stjórnmála
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu

Bergþór Ólason: Pólitískur ómöguleiki að Svandís verði fagráðherra í ríkisstjórn Bjarna Ben í kosningabaráttu
Hide picture