fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Musk vill spara „minnst 2.000.000.000.000 dollara“ í bandarískum ríkisútgjöldum

Eyjan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 07:00

Þeir eru ansi nánir Musk og Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Donald Trump sigrar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á morgun þá hefur hann í hyggju að setja vin sinn og stuðningsmann Elon Musk í áhrifamikið embætti. Musk á að taka á ríkisfjármálunum og skera útgjöldin niður um „minnst tvo billjarða dollara“.

Þetta sagði Trump á kosningafundi í Madison Square Garden í New York nýlega. Repúblikanar telja að stór hluti af útgjöldum hins opinbera sé algjörlega ónauðsynlegur og þess vegna vill Trump gera Musk að formanni nefndar sem á að snúa opinbera geiranum við í leit að „ónauðsynlegum“ útgjöldum og gera tillögu um drastískar endurbætur.

Ef skera á útgjöldin niður um tvo billjarða dollara þá mun það hafa áhrif víða því árleg útgjöld ríkisins eru um 6,75 billjarðar dollara.

Trump hefur ekki sagt neitt um hvort skera eigi útgjöldin niður um þessa upphæð strax eða hvort niðurskurðinum verði hrundið í framkvæmd á nokkrum árum.

En sérfræðingar segja að niðurskurður af þessu tagi muni hafa miklar og alvarlegar afleiðingar og segja að ekki sé hægt að spara svona mikið með því að skera „óþarfa“ útgjöld niður.

„Þetta er alveg fáránlegt,“ sagði Brain Riedl, hjá hugveitunni Manhattan Institute, í samtali við Washington Post.

Marc Goldwein, hjá Committee for a Responsible Federal Budget, sagði að Musk neyðist til að skera öll útgjöld ríkisins niður, þar á meðal til varnar- og félagsmála, um þriðjung ef hann ætlar að ná þessu sparnaðarmarkmiði á einu ári.

En málið er ekki einfalt pólitískt séð. Repúblikanar eru vanir að verjast öllum niðurskurði á útgjöldum til varnarmála og það yrði mjög viðkvæmt pólitískt séð að skrea mikið niður í útgjöldum til félagsmála.

Samkvæmt útreikningum Goldweins þá þarf að skera niður um 80% í öðrum útgjöldum ef komast á hjá niðurskurði í varnar- og félagsmálum.

Brett Arends, greinandi, sagði að þetta geti þýtt að skorið verði niður í fjárfestingu í vegakerfinu, neyðarhjálp, umhverfisverndaráætlunum, dómskerfinu, utanríkisþjónustunni og til geimferðastofnunarinnar NASA.  MarkeWatch skýrir frá þessu.

Hann benti einnig á að Trump hafi lofað skattalækkunum upp á 900 milljarða dollara að meðaltali á næstu 10 árum. Hluta af því tekjutapi á að dekka með hærri tollum á innfluttum vörum frá Kína og Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna