fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Eyjan

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Eyjan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 15:36

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Orri Páll Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagslögregla er jákvætt verkefni en mikilvægt er að efla lögregluna til rannsókna á flóknum og umsvifamiklum sakamálum sem teygja anga sína yfir landamæri. Skipulögð glæpastarfsemi er nú staðreynd hér á landi og lögreglan er vanbúin til að bregðast við af þeim krafti sem þyrfti vegna fjársveltis á undanförnum árum. Færri lögreglumenn eru á höfuðborgarsvæðinu nú en fyrir 17 árum þegar lögreglustjóraembættin á svæðinu voru sameinuð undir einum hatti. Á sama tíma hefur íbúðum og ferðamönnum fjölgað. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkur suður, og Orri Páll Jóhannsson, sem er í öðru sæti hjá VG í sama kjördæmi, eru gestir í kosningasjónvarpsþætti á Eyjunni.

Í þessum kosningum verður kosið um efnahagsmál og heilbrigðismál, ekki síst geðheilbrigðismál ungs fólks. Um það eru Þorbjörg Sigríður og Orri Páll sammála.

Horfa má á þáttinn í heild hér:

HB_EYJ203_NET.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ203_NET.mp4

Aðspurð segir Þorbjörg Sigríður að löggæslan hér á landi hafi verið fjársvelt á undanförum árum. „Þetta er minn gamli geiri, ég starfaði um tíma hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu frá því að það embætti varð til, 2007. Þá voru sameinuð lögreglustjóraembættin á öllu höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt. Lögreglumönnum síðan þá hefur fækkað talsvert hér á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og hér hefur orðið alger sprenging í fólksfjölda og á sama tíma og hér hefur orðið mikill vöxtur í ferðaþjónustu.“

Hún telur öfluga löggæslu mikilvæga m.a. með hliðsjón af því að standa vörð um geðheilbrigði ungs fólks. Mikilvægt sé t.d. að lögreglan sé nógu vel mönnuð til að geta gripið snemma inn í aðstæður í borginni um helgar þar sem oft á í hlut ungt fólk.

Orri Páll tekur undir þessi orð um fjölda lögreglumanna. Hann telur þó verkefnið um samfélagslögreglu dæmi um hluti sem verið sé að gera vel. Nú sé fram undan í þinginu að loka fjárlögum og taka afstöðu til fjármögnunar verkefna eins og t.d. samfélagslögreglunnar. Hann telur þennan sýnileika lögreglunnar jákvæðan og gera eigi meira og betur í þeim efnum. Hópur ungs fólks sem eigi í verulegum vandræðum sé ekki endilega mjög stór.

Hann vill þó ekki sjá aukna vopnvæðingu lögreglunnar eða rafbyssuvæðingu og eru þau sammála um að lausnin felist ekki í því að vopnvæða heldur verði að efla lögregluna með því að fjölga lögreglumönnum og gera lögregluna sýnilegri. Þetta eigi við bæði hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem þunginn er vegna mannfjölda og úti á landi þar sem umdæmin eru víðfeðm en mannekla í lögreglunni.

Þorbjörg Sigríður segir það þjóðaröryggismál að manna lögregluna vel. Nú, þegar við upplifum skipulagða glæpastarfsemi eins og tíðkast í öðrum löndum dugi ekki samfélagslögreglan heldur þurfi líka að efla lögregluna hvað varðar rannsóknir á umfangsmiklum og flóknum sakamálum sem teygja sig yfir landamæri.

Orri Páll segist ekki vera ósammála þessu en vill leggja áherslu á að ekki sé endilega hægt að tengja fjölbreytt þjóðerni við aukna glæpatíðni, Íslendingar brjóti líka af sér. Hann segir að í umræðunni sé stundum rætt um að breyttri samfélagsskipan fylgi aukin glæpatíðni. Hann segir þau Þorbjörgu Sigríði ekki hafa alið á þessari umræðu en tölurnar sýni að Íslendingar séu líka í hópi þeirra sem brjóta af sér, fyrir þá sem hafa áhyggjur af þjóðerni í þessu. Hann tekur hins vegar undir það að mikilvægt sé að eiga samskipti yfir landamærin og þar megi geri betur.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Það sem skiptir máli varðandi ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“

„Ég tók það ráð að bregðast við með brosi og hafa bakið beint, sama á hverju hefur gengið“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna

Finnbjörn ómyrkur í máli og varar landsmenn við – Til standi að einkavæða heilbrigðiskerfið og endurtaka kvótafléttuna
Hide picture