fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Eyjan
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 18:30

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar frá Spáni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þess minnist ég að mér og þessu Júróvisjóni hefur komið misjafnlega saman síðustu áratugi. Helst er um að kenna tónlistarsmekknum sem þar ríkir og fer svo öndvert á minn að innanum allt þetta lagaflóð finnst, ef ég er heppinn, kannski einn eða tveir smellir sem mér finnst hlustandi á.

Þó eru þarna undantekningar einsog þegar hinn portúgalski Salobral söng sinn óð, og las síðan yfir lýðnum með þeim orðum að tónlist væri ekki flugeldasýning. En svo tóku Spánverjar sig til fyrir tveimur árum og endurlífguðu hin gömlu Benidorm hátíðarhöld og var þar kominn nýr vettvangur til að velja framlag þeirra til keppninnar.

Þar sem ég bý í þvísa landi fylgdist ég með þessu og ekki dofnaði yfir áhuganum þegar dómnefndin var kynnt til leiks en þar fór fremstur meðal jafningja Felix okkar Bergsson. Það var einsog að sjá heiðlóu að sjá hans hýra og heiðskíra bros bregða fyrir í strandfagnaði þessum svo ég fékk heimþrá um leið. Færðist svo enn meira fjör í leikinn þegar konur frá Galisíu stigu á stokk og fluttu sinn dúndurslagara í þjóðlegum stíl með drumbuslætti og frumstæðum söng. Þetta var söngflokkurinn Tanxugueiras sem svo eftirminnilega sló í gegn og hið undarlega gerðist í kosningunni að ég og meirihluti þjóðarinnar voru sammála um að þarna væri búið að finna fullkominn fulltrúa fyrir Spánverja í Júróvisjón.

Þær gallísku urðu sem sagt hlutskarpastar. En ekki var kálið þó sopið því nú var komið að dómefnd að fella sinn dóm sem vó þyngra en þykkja almennings. Þótti henni helsti lítið til þjóðlags þessa koma en hélt ekki vatni yfir söngatriði Channels nokkurrar, hvers klæða- og limaburður minnti á Jennifer Lopez sem og söngurinn. Endaði hún sem sigurvegari keppninnar eftir kúvendingu dómnefndar. Varð nú uppi fótur og fit, en áhorfendur á hátíðinni tóku þessum bíttum illa og skilst mér að nefndarfólk hafi átt fótum fjör að launa, svo mikill var hugmóður manna. En Felix okkar veit hvað hann syngur og Channel þessi sló í gegn í Júróvisjón, lenti í þriðja sæti, sem er betri árangur en Spánverjar eiga að venjast. Gleymdist þá djöflagangur þeirra sem vildu ganga milli bols og höfuðs dómnefndar í Benidorm um veturinn.

Ekki er keppnin í ár til þess fallin að auka trú á henni. Við Íslendingar höldum undankeppni með, af því er virtist, eyrnamerktum sigurvegara sem síðan var ekki kosinn til verksins. (Ekki hef ég hugmynd um hvort þar var maðkur í mysunni). Á meðan er Netanyahu orðinn sturlaður, konur og börn deyja, hungur steðjar að, spítalar þar sem hryðjuverkamenn hafa hreiðrað um sig eru sprengdir upp og frá fimmstjörnu hóteli í Katar fylgjast yfirmenn Hamas með hörmungunum sem þeir hafa kallað yfir þjóð sína. Ekkert annað að gera en hella sér yfir Heru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember