fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 21. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklu máli skiptir að hæfur maður sitji á forsetastóli, ekki síst þegar kemur að stjórnarmyndunum og þingrofi. Frægustu þingrof Íslandssögunnar voru bæði framkvæmd áður en hægt var að bera vantraust fram á hendur ríkisstjórn og fyrir lá að hægt hefði verið að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor við HÍ, er gestur Ólafs Arnarsonar á Eyjunni. Hann segir reglur um völd forseta hafa verið að mótast allt fram á síðustu ár.

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 3.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Olafur Hardarson 20 april - 3.mp4

„Við höfum þarna nokkur dæmi um það að þetta hlutverk forsetans við stjórnarmyndanir, það getur skipt verulegu máli. Í þessum tilfellum er auðvitað mjög mikilvægt að það sé hæfur maður sem situr á Bessastöðum. Hann þarf ekkert endilega að vera stjórnmálamaður. Kristjáni Eldjárn gekk ágætlega að leysa þessar stjórnarkreppur þó að hann væri fornleifafræðingur,“ segir Ólafur.

Hann bendir á að forsetinn hafi einnig vald, sem komið hafi í ljós á þessari öld, þegar kemur að þingrofi. Þar til Ólafur Ragnar Grímsson synjaði, að því er virðist, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra, um þingrofsheimild 2016, hafði verið litið svo á að forsætisráðherrann hefði þingrofsréttinn. Nú sé komið á daginn að svo sé ekki, forsetinn geti synjað um þingrofsheimild þó að hann hafi ekki sjálfstæða heimild til að rjúfa þing án atbeina forsætisráðherra.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Mér hefur sýnst á umræðunni síðustu ár að þó að hér áður hafi ýmsir talið að þetta væri kannski ekki á valdsviði forsetans þá sé það orðin ríkjandi skoðun núna að forsetinn hafi í raun sjálfstæða að komu að þingrofi og hann geti algerlega hafnað þingrofsbeiðni forsætisráðherrans og ég sé líka að Guðni hefur talað um það og það er líka í stjórnarskrártillögum, sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram sem þingmannafrumvarp 2021, að það sé eðlilegt, og það er sem sagt lagt til að það verði skylda í stjórnarskrártillögunum, að áður en forsetinn samþykkir þingrof þá ráðfæri hann sig við formenn flokkanna á Alþingi. Þannig að ef það er þingmeirihluti fyrir nýrri stjórn þá eigi forsetinn eiginlega að synja þingrofinu.“

Ólafur segir þetta atriði skipta mjög miklu máli vegna þess að frægustu þingrof Íslandssögunnar, 1931 og 1974, urðu undir kringumstæðum þar sem hægt hefði verið að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga. „Þegar þau fóru fram og kóngurinn 1931 og Kristján Eldjárn 1974 féllust báðir á beiðni forsætisráðherranna um þingrof áður en vantraust var borið fram, en það var vitað í bæði skiptin að vantraust á ríkisstjórnina yrði samþykkt og í bæði skiptin voru flokkar tilbúnir til að mynda nýja stjórn, að minnsta kosti til bráðabirgða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben
Hide picture