BBC skýrir frá þessu og segir að reiknað sé með að Haley tilkynni þetta þann 15. febrúar í Charleston í Suður-Karólínu. Haley, sem er 51 árs, verður þar með annar þekkti Repúblikaninn til að tilkynna um framboð en Donald Trump, fyrrum forseti, tilkynnti í nóvember að hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins 2024.
Þegar hún var ríkisstjóri fékk hún orð á sig fyrir að vera hliðholl fyrirtækjum og hafi gert mikið til að laða stórfyrirtæki til ríkisins.
Hún studdi Marco Rubio í forvali Repúblikanaflokksins 2016 en þrátt fyrir það bauð Trump henni stöðu sendiherra hjá SÞ eftir að hann tók við völdum í Hvíta húsinu. Hún gegndi embættinu í tvö ár. Ólíkt mörgum öðrum samstarfsmönnum Trump þá lenti henni ekki saman við Trump opinberlega.
En Haley gagnrýndi framgöngu Trump í tengslum við árás stuðningsmanna hans á Hvíta húsið í janúar 2021. Daginn eftir árásina sagði hún: „sagan mun dæma framgöngu hans eftir kosningarnar harkalega“.
Niðurstaða nýrrar könnunar Trafalgar Group sýndi að 43% Repúblikana styðja Trump en 12% Haley.