fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
EyjanMatur

Nanna sakar Sigmund um að stæla brauðtertuna sína – „Að stjórnmálamaður skuli gera svona“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. september 2021 15:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birti Heimkaup uppskriftir frá öllum flokkunum sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum og fólki er svo boðið kjósa einn rétt. Flokkarnir völdu flestir rétti með nöfn sem ríma að einhverju leyti við stefnuskrá þeirra, til dæmis valdi Sjálfstæðisflokkurinn „stærri köku til skiptanna“ og Píratar völdu „banana-lýðveldissplitt“.

Eflaust bjuggust fæstir við því að einhver af þessum uppskriftum yrði að einhverju stórmáli og er það alveg rétt áætlað. En engu að síður náði brauðterta Sigmundar Davíðs og Miðflokksins að verða að máli, ekki stórmáli en máli engu að síður.

Skjáskot/Heimkaup

Þannig er nefnilega mál með vexti að brauðterta Sigmundar, sem nefnist „Brauðtertan í öllu sínu fullveldi“, virðist að nánast öllu leyti vera byggð á annarri uppskrift eftir matreiðslubókahöfundinn Nönnu Rögnvaldardóttur. Í uppskriftinni segir þó að hún sé úr smiðju Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.

„Þessi uppskrift er á blogginu mínu og er búin að standa þar í mörg ár,“ segir Nanna í samtali við blaðamann um málið. „Hann staðfærir hana töluvert, gerir öll hráefni íslensk en annars er þetta eiginlega alveg orðrétt frá mér.“

Útlitið öðruvísi en innihaldið það sama

Þegar blaðamaður spurði Nönnu hvort hún væri sár yfir uppskriftarstuldinum sagði Nanna að svo væri ekki. „Nei, mér finnst þetta bara ógeðslega fyndið satt að segja, að stjórnmálamaður skuli gera svona, mér finnst það bara mjög einkennilegt,“ segir hún.

„Þetta er afbragðs uppskrift og honum er alveg velkomið að nota hana en ég hefði kannski gert það aðeins svona öðruvísi. Við skulum samt ekki segja stela, en stæla. Allavega þá finnst mér mjög fyndið að hann skuli birta þetta sem sína uppskrift. En útlitið er að vísu allt annað, ég skal alveg viðurkenna það. Hann er ekki að taka það frá mér.“

Myndi sjálf ekki nota fjallagrös

Skreyting Sigmundar er vissulega ansi frábrugðin skreytingu Nönnu þrátt fyrir að uppskriftin sé nánast alveg orðrétt. Brauðterta Nönnu er skreytt á hefðbundinn máta en Sigmundur ákvað að búa til sól úr egginu og stilla upp fjallagrösum á tertuna.

„Það er greinilegt, textinn er meira og minna orðréttur. Þannig þetta er ekki bara eitthvað sem hann hefur stælt. Þó að hann bæti við fjallagrösum í skreytinguna, sem mér finnst eiginlega mjög undarlegt.“

Sjálf myndi Nanna ekki setja fjallagrös á brauðtertu. „Nei, ég myndi nú ekki gera það. Þau eru svolítið hörð undir tönn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa