fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sauð upp úr í Harmageddon – Katrín spurð hvort Svandís væri starfi sínu vaxin – „Nei, nú ætla ég að segja stopp“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 12:04

Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og flestir vita þá voru samkomutakmarkanir hertar verulega á miðnætti vegna aukinna smita í samfélaginu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun til þess að ræða um mál tengd faraldrinum. Hún og annar stjórnandi þáttarins, Frosti Logason, tókust á í beinni útsendingu, en Frosti spurði meðal annars hvort Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, væri að sinna starfi sínu nægilega vel.

Viðurkenndi að þetta væri að ganga hægt

Í þættinum var Katrín spurð út í bóluefnaáætlun Íslands, sem Frosti fullyrti að væri „eitt allsherjar klúður“ sem hefði „gjörsamlega misheppnast“.

Því svaraði Katrín: „Nú má spyrja sig hvers vegna þessi ákvörðun var tekin á þessum tíma og ég held að hún hafi byggt á mjög skynsamlegum rökum sem var að fara í samstarf, ekki bara með ESB heldur okkar helstu bandalagsþjóðum.“

„Hugmyndafræðin er sú að það er ekki bara verið að semja við einn aðila, heldur sex aðila, um kaup og þróun bóluefnis sem var auðvitað ekki tilbúið.“

Katrín sagði að eins og staðan væri núna séu 20.000 einstaklingar fullbólusettir, en næstum því 40.000 manns sem eru búnir að fá fyrri skammtinn af bóluefni. Hún segir það vera nokkurn veginn í takt við áætlanir, enda þurfi að líða tími á milli bóluefnisskammtanna, sem eru stundum þrír mánuðir. Hún viðurkenndi þó að þetta hefði gengið svolítið hægt.

„Það er hins vegar alveg rétt að í fyrsta lagi að það hafa verið tafir á AstraZeneca, og við sögðum það auðvitað bara frá upphafi, eða um leið og það kom í ljós. Og í öðru lagi þá ætla ég líka að segja það að þessi hugmyndafræði: að fara þessa leið að semja við marga, af því við vissum ekki alveg hvað kæmi úr þróun þessara bóluefna. Ég tel að það hafi verið skynsamlegt, en þetta hefur gengið svolítið hægt.“

„Nei nú ætla ég að segja stopp“

Eldfimasta spurningin sem Frosti spurði forsætisráðherra var hvort Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, væri hæf í sínu starfi, en Katrínu fannst það furðuleg spurning.

„Er heilbrigðisráðherra raunverulega í stakk búinn til að valda þessu verkefni?“

„Þetta finnst mér nú vera stórfurðuleg spurning satt að segja,“ svaraði Katrín.

Þá minntist Frosti á að Svandís hefði átt í erfiðleikum í sínu persónulega lífi og gaf í skyn að það hefði mikil áhrif á hennar störf en ætla má að hann sé að vísa í erfið veikindi dóttur Svandísar sem greindist með heilaæxli seint á síðasta ári. Þá lést faðir Svandísar, Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og sendiherra á þessu ári.

„Nei nú ætla ég að segja stopp,“ svaraði Katrín. „Nei nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga einhverja persónulega erfiðleika inn í málið,“ sagði Katrín og fullyrti að ansi fáar þjóðir hefðu staðið sig jafn vel í baráttunni við faraldurinn og Ísland. Þá vildi hún meina að engin gæti sinnt störfum Svandísar jafn vel og hún sjálf.

„Ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra geti valdið starfinu sínu?“  Í framhaldinu segir hún að  Svandís hafi staðið sig mjög vel. “ Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“

Viðtalið í heild sinni má heyra hér.

Dóttir Svandísar greind með heilaæxli – „Þetta er stærsta verkefni lífs míns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt