fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Líklegt að stjórnarsáttmálinn verði stuttur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur enn tekist að útkljá öll deiluefni stjórnarflokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum þeirra en viðræðurnar hafa þó gengið vel síðustu daga. Ekki er endilega víst að reynt verði til þrautar að útkljá öll mál því skammur tími er til stefnu því kalla þarf Alþingi saman ekki síðar en 4. desember til að hægt sé að leggja fram fjárlagafrumvarp.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að stjórnarþingmenn, sem það ræddi við, séu ekki mjög áhyggjufullir og segi engar líkur á að viðræðurnar fari út um þúfur. En líklega hafi of miklum tíma verið eytt í að ræða nokkur ágreiningsefni sem ekki sé hægt að leysa á nokkrum dögum eða vikum. Þetta eru mál á borð við landvernd og orkunýtingu.

„Þar þurfa flokkarnir einfaldlega að treysta hver öðrum til þess að geta unnið úr þeim málum á kjörtímabilinu. Þetta eru ólíkir flokkar og nokkur bjartsýni að þeir gætu leyst öll erfiðu málin fyrir fram,“ er haft eftir einum stjórnarliða.

Blaðið segir að heimildir séu fyrir að löng drög að stjórnarsáttmála liggi fyrir en líklega verði styttir sáttmáli kynntur til sögunnar, ekki verði of mikið um smáatriði í honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt