fbpx
Föstudagur 03.desember 2021
Eyjan

Sigmundur varpar ljósi á það hvernig Birgir hætti í flokknum – „Við fórum svo á smá rúnt en já, þetta gerðist svona“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 10. október 2021 12:30

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson var kjörinn þingmaður Miðflokksins í alþingiskosningunum í september en hann ákvað að segja skilið við flokkinn og ganga þess í stað til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þessi ákvörðun Birgis hefur vakið mikla athygli og um leið hefur hún verið afar umdeild.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og þar ræddu þeir um þessa ákvörðun Birgis. Á meðal þess sem þeir ræddu var hvernig Birgir tjáði formanni sínum að hann ætli að skipta yfir í annan flokk korteri eftir kosningar.

„Mér skilst að hann hafi rætt þetta eitthvað við þig. Það kom fram hjá honum að hann hefði átt einhver samtöl við þig og kynnt þig  þessa ákvörðun,“ segir Kristján.

Sigmundur segir þá hvernig Birgir sagði honum frá ákvörðuninni. „Hann sagði mér bara frá þessu fyrir utan Útvarp Sögu, eftir viðtal þar,“ segir Sigmundur. „Er það sem sagt samtalið sem fór fram á milli ykkar, já svona bara by the way, ég er hættur?“ spyr Kristján þá. „Já, við fórum svo á smá rúnt í bílnum hjá honum en já, þetta gerðist svona“

Kristján veltir því þá fyrir sér hvort Sigmundur hefði ekki getað haft áhrif á Birgi sem formaður flokksins. „Ég var náttúrulega ennþá að vonast til þess að hann myndi endurskoða þessa ákvörðun sem hefur örugglega verið of seint á þessum tímapunkti, ég hugsa að hann hafi verið búinn að undirbúa viðtal í Morgunblaðinu og hvað eina,“ segir Sigmundur.

„En ég bara bað hann um að leyfa gagnrýnendum sínum að hafa ekki rétt fyrir sér, því það hafa ýmsir haft efasemdir um að hann myndi alveg standa með okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas stórhneykslaður – „Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík?“

Lækna-Tómas stórhneykslaður – „Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhanna gáttuð á ráðherrakaplinum og að VG hafi gefið eftir umhverfið og loftið – Fjölgun ráðuneyta í ósamræmi við hrunskýrsluna

Jóhanna gáttuð á ráðherrakaplinum og að VG hafi gefið eftir umhverfið og loftið – Fjölgun ráðuneyta í ósamræmi við hrunskýrsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla ráðin endurmenntunarstjóri HÍ

Halla ráðin endurmenntunarstjóri HÍ
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mala gull á blóðmerum – 592 milljóna hagnaður Ísteka

Mala gull á blóðmerum – 592 milljóna hagnaður Ísteka