fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ólafur segir ríkisstjórnina vera að bjóða upp á nýjan faraldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 9. maí 2021 10:30

Ólafur Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, er afar ósáttur við stjórnarfrumvarp sem liggur fyrir Alþingi, um afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna. Þetta kemur fram í grein Ólafs á Visir.is þar sem segir:

„Rétt í þann mund sem þjóðin er að brjótast út úr veirufaraldrinum áformar ríkisstjórnin að efna til eiturlyfjafaraldurs sem þyngst mun koma niður á ungu fólki. Kunnáttufólk, læknar og lögregla leggjast fast gegn frumvarpinu.“

Ólafur bendir á þau ummæli Landlæknis að allar breytingar á fíkniefnamálum kalli á heildræna nálgun og víðtækt samráð. Ennfremur skorti tillögur um auknar forvarnir í frumvarpið:

„Embætti landlæknis undirstrikar að allar breytingar á málaflokknum kalla á heildræna nálgun og víðtækt samráð. Þá ítrekar embættið nauðsyn þess að meta áhrif, bæði tilætluð og óvænt. Tillaga sem þessi muni hafa áhrif á aðra einstaklinga og hópa en tilgreindir eru í frumvarpinu. Taka verður tillit til þess í allri stefnumótun.

Landlæknisembættið bendir á að hvergi kemur skýrt fram í frumvarpinu tillaga eða áætlun um auknar forvarnir. Nefnt er í umsögn þess, að í Portúgal var gerð langtímaáætlun og ákveðið að fjármagn til málaflokksins skyldi tvöfaldað yfir fimm ára tímabil.

Þá sér landlæknisembættið ástæðu til að benda á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem einnig gildi á Íslandi segir m.a. í 33. gr: „Aðildarríki skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félagsmála og menntamála, til verndar börnum gegn ólöglegri notkun ávana- og fíkniefna og skynvilluefna svo sem þau eru skilgreind í alþjóðasamningum sem um þau fjalla, og til að koma í veg fyrir að börn séu notuð við ólöglega framleiðslu slíkra efna og verslun með þau.““

Landlæknisembættið spyr enn fremur af hverju efni verði ekki gerð upptæk, en frumvarpið gerir ráð fyrir því að neysluskammtar verið látnir í friði.

Engar hliðaraðgerðir

Ólafur viðrar einnig gagnrýni Læknafélags Íslands á frumvarpið, þar sem segir að skorti fullkomlega á hliðaraðgerðir og neysluskammtar séu ekki skilgreindir:

„Læknafélagið bendir á að hvergi er í frumvarpinu gert ráð fyrir neinum hliðaraðgerðum sambærilegum þeim sem gripið hefur verið til í öðrum löndum sem farið hafa þá leið að lögleiða neyslu fíkniefna eða gera hana ekki refsiverða. LÍ telur að svo afdrifaríkt skref sem þetta þurfi að stíga samhliða umfangsmiklum aðgerðum þar sem boðið er upp á meðferðarúrræði fyrir fíkniefnaneytendur, ráðgjöf og stuðning.

Þá bendir LÍ á að frumvarpið gerir ekki tilraun til að skilgreina hvað sé neysluskammtur. Það á heilbrigðisráðherra að ákveða í reglugerð. Hætt er við fyrirhugaðar lagabreytingar dragi mátt úr þeim tólum sem lögreglan hefur í baráttunni gegn ólöglegri sölu fíkniefna. Ekki liggur fyrir hve margir dvelja eða hafa dvalið í fangelsi eða hlotið dóma vegna vörslu neysluskammta eingöngu án annarra tengdra afbrota. Þá liggur ekki fyrir hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna og fylgikvilla þess svo sem kvíða, þunglyndi og geðrofs.“

Lögreglan andsnúin frumvarpinu

Ólafur dregur enn fremur fram efasemdir lögregluembætta um frumvarpið. Til dæmis bendir Lögreglustjórafélagið á að mörkin á milli þessa að vera neytandi og seljandi fíkniefna séu oft óljós. Vel þekkt sé að neytendur fíkniefna fjármagni eigin neyslu með sölu efna. Þá hafi seljendur oft lítið magn fíkniefna á sér svo líti út fyrir að um neysluskammta sé að ræða.

Miðflokkurinn hefur beitt sér mjög gegn frumvarpinu og telur að með því sé efnt til lífshættulegs faraldurs í landinu. Ólafur segir að lokum:

„Frumvarp heilbrigðisráðherra liggur sundurskotið í tætlum eftir að fram hafa komið umsagnir kunnáttufólks, lækna og lögreglu. Lykilhugtakið neysluskammtur er ekki skilgreint í frumvarpinu. Alla áherslu vantar á forvarnir og meðferðarúrræði. Spyrja má hvort nokkur þingmaður utan flokks pírata og kannski einhverra í VG ætli að styðja frumvarpið komi það til atkvæðagreiðslu? Kemur til greina að einhver þingmanna Sjálfstæðisflokksins greiði frumvarpinu atkvæði sitt? Vart verður því trúað um þingmenn Framsóknarflokksins sem vildi gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus