fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vigdís spyr sex þungra spurninga

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 20:35

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag lagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins fram fyrirspurn á fundi skipulags- og samgönguráðs. Þar ræddi hún um fyrirhugaða fluglínu sem átti að ganga á milli Keflavíkur og Reykjavíkur.

„Stefnt var að því að fluglest myndi byrja að ganga á milli Keflavíkur og Reykjavíkur árið 2025 og var áætlaður kostnaður 100 milljarðar. Áætlað var að lestin myndi mögulega tengjast borgarlínu.

Árið 2017 var búið að veita 300 milljónum í verkefnið. Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg yrði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og byggingu mögulegar „hraðlestar“

Lagði borgarstjóri jafnframt til að Reykjavíkurborg myndi eignast 3% hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins.“

Þá lagði Vigdís einnig fram sex spurningar er varða málið sem virðast ætlaðar borgarstjórn. Hún spyr meðal annars um fjármagnið sem lagt hefur vfarið í verkefnið og hver sé framkvæmdastjóri.

„1. Hvað hefur Reykjavíkurborg lagt þessu verkefni/Fluglestin þróunarfélag, til mikið fjármagn tæmandi talið?

2. Hvernig er eignarhlutur Reykjavíkurborgar færður í bókhaldi borgarinnar?

3. Af hvaða kostnaðarlið var það fjármagn sem lagt var í verkefnið tekið?

4. Hver er framkvæmdastjóri félagsins í dag?

5. Hverjir skipa stjórn félagsins í dag?

6. Hvenær var síðasti aðalfundur félagsins haldinn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt