fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hafnarfjarðarbær kolefnisjafnar rekstur sveitarfélagsins – Fyrst íslenskra sveitarfélaga

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 17:00

Hafnarfjörður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær undirritaði í dag samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og nær verkefnið til allra stofnana sveitarfélagins sem eru um 70 talsins. Í upphafi árs samdi Hafnarfjarðarbær við fyrirtækið Klappir Grænar lausnir hf. um uppsetningu á umhverfisstjórnunarhugbúnaði sem safnar saman í kolefnisbókhald mikilvægum upplýsingum úr rekstrinum m.a. um heildarnotkun á heitu vatni, rafmagni og olíu.  Þessir þættir vega hvað þyngst í kolefnisfótspori sveitarfélagsins ásamt sorphirðu.

Tölur fyrir rekstrarárið 2018 liggja nú fyrir og snýr undirritaður samningur að kolefnisjöfnun ársins 2018 en fyrir liggur að kolefnisjafna rekstur Hafnarfjarðarbæjar hér eftir. „Við hjá Kolviði fögnum samstarfi um kolefnisjöfnun við Hafnarfjarðarbæ sem með þessu skrefi sýnir sannarlega samfélagslega ábyrgð í verki. Það er margt í rekstri sveitarfélaga sem losar koltvísýring sem nauðsynlegt er að minnka og kolefnisjafna líkt og Hafnarfjarðarbær er nú að gera“ segir Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðs.

Samkvæmt kolefnisbókhaldi fyrir Hafnarfjarðarbæ 2018 var kolefnisfótspor af rekstri bæjarins um 890 tonn af koltvísýringi og samsvarar kolefnisjöfnun gróðursetningu á 8.900 trjám. Samhliða vinnur sveitarfélagið að því hörðum höndum að framkvæma aðgerðir sem miða að því að minnka kolefnissporið til framtíðar litið og teknar eru fyrir í umhverfis- og auðlindastefnu sveitarfélagins sem gefin var út í maí 2018. Hafnarfjarðarbær hefur um nokkurt skeið lagt mikla áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í rekstri sveitarfélagsins. „Við erum mjög meðvituð um þá ábyrgð í loftslagsmálum sem hvílir á okkur sem sveitarfélagi. Sveitarfélagið okkar er stórt og fer stækkandi og er það sjálfsögð skylda okkar að taka þetta skref og hvetja þannig um leið önnur sveitarfélög, ríkisstofnanir og fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Þessi samningur markar tímamót hjá sveitarfélaginu. Við eigum að vera jákvæð fyrirmynd í þessum efnum og gera strax allt sem við getum við að draga eins hratt og kostur er úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum verið að vinna með virkum og skipulögðum hætti að minnkun á kolefnisspori okkar og munum ótrauð halda því áfram“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar við undirritun á samningi í morgun en undirritun fór fram hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus