fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. desember 2019 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur flest á hornum sér þegar kemur að RÚV. Eru Krakkafréttir þar engin undantekning. Björn gagnrýndi á dögunum hvernig Krakkafréttir RÚV matreiddu 30 ára afmæli falls Berlínarmúrsins, en orðalagið í fréttinni, sem miðuð var að börnum, var Birni ekki að skapi, ekki frekar en Friðjóni Friðjónssyni, almannatengli og sjálfstæðismanni.

Sjá nánar: Friðjón hjólar í KrakkaRÚV:„Sjúklega mikil óvirðing“

Í krakkafréttinni sagði:

„Höfuðborginni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reistur múr til að aðgreina borgarhlutana. Það var líka gert til að koma í veg fyrir að fólk flyttist á milli, aðallega frá austri til vesturs.“

Björn sagði þessa söguskýringu snautlega:

„Þarna er látið eins og um skipulagsákvörðun hafi verið að ræða. Þetta voru átök milli tveggja stjórnkerfa, keppni tveggja hugmyndakerfa um hvernig fólk fengið best notið sín. Dæmin tvö sýna ásetning um að færa söguna í nýjan búning. Grafið er undan vitundinni um að í Evrópu eru enn þann dag í dag tvö ólík stjórnkerfi. Frjálslynd lýðræðisríki þar sem réttur einstaklingsins til orðs og æðis er viðurkenndur. Forræðisríki þar sem valdhafar ganga á rétt borgaranna og beita gagnrýnendur valdi. Þar er nærtækast að benda á Rússland og Hvíta-Rússland.“

Vandasamt verkefni

Ísgerður Gunnarsdóttir, Krakkafréttamaður, svarar Birni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hún segir það vandmeðfarið og flókið að einfalda fréttir fyrir börn, ekki síst þar sem krakkafréttir séu yfirleitt aðeins um ein mínúta:

 „Það þýðir að stór hluti af því sem við gerum er að ákveða hverju við sleppum. Það getur verið mjög erfitt að ákveða slíkt þegar frá mörgu er að segja. Þegar við nefnum hugtök þarf að fylgja þeim skýring þar sem við gerum aldrei ráð fyrir að áhorfendur okkar viti fyrirfram hvað þau þýða. Stundum verður það til þess að við sleppum því að nefna einhver hugtök eða umorðum ef við höfum ekki tíma til að útskýra þau líka.“

Enginn hagur að endurskrifa söguna

Ísgerður segist skilja að skiptar skoðanir séu um efnistökin, en þess vegna sé reynt að vera frekar varkár í orðalagi. Hún skilji hinsvegar ekki gagnrýni Björns og hvaða hag Krakkafréttir hefðu af því að endurskrifa söguna:

„Á hinn bóginn átta ég mig ekki á því hvaða hag við í Krakkafréttum ættum að hafa af því að reyna að „færa söguna í nýjan búning“ og það var svo sannarlega ekki ásetningurinn í fréttinni um Berlínarmúrinn.“

Þá sendir hún Birni örlitla pillu og þakkar honum áhorfið og skorar á Björn að skrifa hlutlausa krakkafrétt.

„Það gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir og lætur sig þær varða og ég þakka honum umræðuna, gagnrýnina, áhorfið og áhugann. Fyrir Björn og aðra þá sem mögulega eru ósáttir við fréttina mæli ég með því að prófa að skrifa pólitískt hlutlausa frétt um þetta fyrir börn, þar sem allt sem þið mynduð vilja að kæmi fram í henni komi fram með 130-150 orðum. Ef einhver gerir það, endilega sendið okkur. Hver veit, kannski yrði hún að krakkafrétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn