fbpx
Þriðjudagur 21.júní 2022
Eyjan

Guðni á hugmyndina að hvíta hestinum – „Sárnar mest að hestur Miðflokksins er ekki íslenskur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. desember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem kunnugt er þá er hvítur hestur einkenni merkis Miðflokksins. Á hann að vera sameiningartákn yfir sveit, þéttbýli, vinnu og afþreyingu.

Þegar merkið var kynnt fyrst í október 2017 fékk það nokkuð háðslega útreið á samfélagsmiðlum, en nú eru komnar fram nýjar upplýsingar um tilurð merkisins.

Hugmynd frá 2001

Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum, bendir á það á samfélagsmiðlum að hugmyndir hafi verið uppi um að breyta merki Framsóknarflokksins árið 2001, þegar Guðni Ágústsson bauð sig fram til varaformanns flokksins, en hann viðraði þær hugmyndir sínar á blaðamannafundi og deilir Friðjón frétt Morgunblaðsins af atburðinum.

Sárnar þjóðernið

Guðni staðfesti við Eyjuna að þetta væri allt satt og rétt og Sigmundi væri velkomið að nota hestinn í merki Miðflokksins. Hann hefði að vísu ekki spurt um leyfi, en ekki væri víst að Sigmundur hefði vitað að Guðni ætti hugmyndina.

Guðni segir það versta við merki Miðflokksins að hesturinn sé ekki íslenskur:

„Það er nú þannig að ég er guðfaðir Sigmundar í pólitík, hann var aðstoðarmaður minn þegar ég var formaður flokksins og hann er vel að þessu kominn. En þetta er rétt með hvíta hestinn, þó það náðist ekki fram þessi breyting í Framsókn. En Sigmundur er vel kominn að því að hafa erft þessa hugmynd mína, Sigmundur spurði mig reyndar ekki leyfis en ég segi stundum mönnum frá þessu að þetta sé mín gamla hugmynd. Nú veit ég ekki hvort Sigmundur viti af því að þetta hafi komið frá mér, en mér sárnar mest að hestur Miðflokksins er ekki íslenskur hestur. Þetta er vagnhestur frá London held ég, það gengur auðvitað ekki,“

sagði Guðni kankvís að vanda.

Hann sendi síðan blaðamanni mynd af þeim hesti sem hann hafði í huga við nýtt merki Framsóknarflokksins á sínum tíma, sem er hér fyrir neðan:

„Ég hugsaði mér að fá leyfi hjá Birni Sveins-syni á Varmalæk í Skagafirði til að gera merki Framsóknar-flokksins eftir mynd af Hrímni frá Hrafnagili. Hrímnir var sannallega guðunum líkur og Íslenskur hestur,“

sagði Guðni ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“

Segir fólk tapa peningum á því að nýta sér fasteignasala og hvetur fólk til að selja sjálft – „Það er komið nóg af þessari vitleysu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“

Nýr bæjarstjóri Kópavogs á ofurlaunum – „Þetta er ROSALEGA mikill akstur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
„Þú líka Brútus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur

104% hækkun húsaleigu á 10 árum – Aðeins 15% hækkun á meginlandi Evrópu á sama tíma segir Guðmundur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“

Sigmundur tók upp vasaúr og greindi frá 30 afrekum ríkisstjórnarinnar – „Plastpokar voru bannaðir, plaströr og áhöld“