fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Reykjavíkurborg réttlætir hringtorgsklúðrið og segir tafirnar litlar -„Ekki nýtt að þarna sé stöðvað við biðstöð“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna strætóskýlanna við Hagatorg og Hádegismóa. Þar kemur fram að unnið sé að lausn málsins og virðist sem Reykjavíkurborg réttlæti málið með því að vísa til þess að svona hafi ástandið verið lengi og ekki sé talið að það valdi hættu, eða miklum töfum á umferð,  þar sem ekki hafi borist nein athugasemd um staðsetningu biðskýlanna.

Sem kunnugt er sagði lögreglan að óheimilt væri fyrir ökumenn strætisvagna að stöðva bið biðskýlin í hringtorgunum vegna farþega, slíkt væri óheimilt samkvæmt umferðarlögum. Það sama gilti um ökumenn þeirra bifreiða sem væru í humátt á eftir strætó, lögum samkvæmt þyrfti að sekta þá líka.

Vakti málið mikla athygli, ekki síst þegar Reykjavíkurborg sagði fyrst að Hagatorg væri óhefðbundið hringtorg og síðar að það væri alls ekki ekki hringtorg, heldur akbraut, sem væri hringlaga.

Þess skal getið að í nýju frumvarpi um breytingar á umerðarlögum verður það löglegt fyrir strætó að stöðva við biðskýlin, en þangað til gilda núverandi lög.

Sjá nánar: Reykjavíkurborg segir Hagatorg ekki vera hringtorg – „Ekki endilega hringtorg þó að það liggi í hring“

Sjá nánarReykjavíkurborg í ruglinu við Hagatorg -„Þetta hlýtur að vera einstakt á heimsvísu – ekki eins og það vanti pláss þarna“

Sjá nánarLöggan mun sekta alla sem stoppa á eftir strætó – Boltinn hjá Reykjavíkurborg

 

Tilkynning Reykjavíkurborgar er eftirfarandi:

Hringtorg og biðstöðvar Strætó

Tvær biðstöðvar strætisvagna innan Reykjavíkur hafa verið til umfjöllunar síðustu daga með tilliti til umferðarlaga. Önnur þeirra er við Hádegismóa en hin er á Hagatorgi.

Á Hagatorgi hefur verið biðstöð lengi sem Strætó hefur nú tekið tímabundið úr þjónustu. Það er því ekki nýtt að þarna sé stöðvað við biðstöð. Það sem hefur breyst er að þarna var breidd akbrautarinnar minnkuð í sumar. Það var gert til að bæta öryggi gangandi sem þvera torgið en við Hagatorg hafa nú verið samþykktar og gerðar gangbrautir. Fram að því var hægt að aka framhjá Strætó sem stöðvaði. Farið var í þá aðgerð að bæta göngutengingar yfir torgið að ósk íbúa í gegnum verkefnið Hverfið mitt, en mikið er gengið yfir torgið. Hámarkshraði á Hagatorgi er 30 km/klst. Lengi hafa verið í þróun hugmyndir um að bæta aðgengi og nýtingu torgsins fyrir íbúa.

Hin biðstöðin sem strætó hefur tekið tímabundið úr þjónustu innan Reykjavíkur er við Hádegismóa. Þar er 50 km/klst hámarkshraði en umferð ekki mikil. Biðstöðin hefur verið þar í nokkurn tíma, a.m.k. í 10 ár án þess að við það hafi verið gerðar athugasemdir.

„Á hvorugum staðnum verður séð að það að stöðva við biðstöðvarnar valdi hættu og þær tafir sem verða fyrir almenna umferð eru litlar,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur samgöngumála hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg vinnur að því í samvinnu við lögreglu og Strætó að finna lausnir á þessum stöðum sem tryggja áfram gott aðgengi borgarbúa að þjónustu strætisvagna. Á meðan verða settar upp tímabundnar biðstöðvar í nágrenni beggja fyrrgreindra biðstöðva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega