fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Formaður ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði segir „hina réttsýnu“ loka á umræðuna: „Það virðast all­ir eiga að hafa sömu skoðun­ina“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. september 2019 11:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Gunnarsson, formaður Vík­ings, ungra sjálf­stæðismanna í Skagaf­irði og sonur Gunnars Braga Sveinssonar, skrifaði skoðanapistil sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar talar hann um áhrif samfélagsmiðla á samfélagsumræðuna. Samkvæmt Róberti er hópur af fólki, sem hann kallar „hinir réttsýnu“, sem hræðir fólk frá því að segja sínar skoðanir.
„Á tím­um sam­fé­lags­miðla og stöðugr­ar tækniþró­un­ar hinn­ar svo­kölluðu fjórðu iðnbylt­ing­ar ætti það að vera orðið auðveld­ara að ná til ungs fólks og vekja áhuga þess á stjórn­mál­um og póli­tískri umræðu. Ég ef­ast ekki um að fjöldi ung­menna hafi áhuga, myndi sér skoðanir og hafi kröft­ug­an vilja til þess að taka þátt í flokks­starfi af ein­hverju tagi, eða sé virkt í fé­lags­starfi utan stjórn­mála­flokka.

Róbert segist þó hafa það á tilfinningunni að í dag sé minni áhugi meðal ungs fólks á að starfa í stjórnmálum.

„Þá álykt­un dreg ég út frá því sem ég hef sjálf­ur heyrt og upp­lifi að sumu leyti per­sónu­lega. Það þarf að þora að láta vaða, segja skoðanir sín­ar, sama hversu mik­illi dóm­hörku þær kynnu að sæta og vera sama þó maður yrði tek­inn í gegn af virk­um í at­huga­semd­um.“

Hann segir að með tilkomu samfélagsmiðla hafi umræðuhefðin breyst.

„Það er ekk­ert mál að segja skoðanir sín­ar á yf­ir­vegaðan og mál­efna­leg­an hátt, en á sama tíma get­ur maður átt von á því að ein­hver hakki mann í sig, ásaki, eða geri manni upp skoðanir.“

„Það virðast all­ir eiga að hafa sömu skoðun­ina“

Róbert útskýrir hvernig hann upplifir umræðuna og nefnir nokkur dæmi um það hvernig „hinir réttsýnu“ skjóta niður skoðanir annarra.

„Ef þér finnst ekki sjálfsagt að hann Magnús bíl­stjóri geti heitið Mar­grét, þá sértu fá­viti, eða ef þú ert á móti því að hægt sé að fara í þung­un­ar­rof fram að tutt­ug­ustu og ann­arri viku þá sértu á móti sjálfs­ákvörðun­ar­rétti kvenna. Vilj­ir þú fá létt­vín í búðir, þá sértu óábyrg­ur og vilj­ir stofna lífi ungs fólks í hættu og ef þú ert ef­ins um að kyn­laus kló­sett séu málið, þá sértu gam­aldags og for­dóma­full­ur.“
Hann veltir því fyrir sér hvort þessi umræða geti verið holl fyrir Alþingi, stjórnmálaflokka og lýðræðið.

„Það virðast all­ir eiga að hafa sömu skoðun­ina. All­ir eiga að vera sam­mála og alls ekki detta það í hug að bera „vit­laus­ar“ skoðanir á borð. Þetta getur ekki verið hollt fyr­ir mál­efna­leg­ar umræður, ekki held­ur fyr­ir mann­leg sam­skipti og allra síst gott fyr­ir hið margumtalaða lýðræði.

Hversu hollt skyldi það vera fyr­ir Alþingi, stjórn­mála­flokka og lýðræðið ef sá sem í raun er ekki sam­mála þeim sem hæst hafa, „hinum rétt­sýnu“, kæmi ekki sín­um skoðunum á fram­færi af ótta við að vera með aðrar skoðanir en fylgdi þess í stað „hinum rétt­sýnu“?

Er ekki heil­brigðara að fá ólík­ar skoðanir fram? Rök­ræða, en ekki vera með upp­hróp­an­ir, sem marg­ir virðast eiga af­skap­lega erfitt með að til­einka sér. Er ekki mann­legra að hlusta á skoðanir annarra án þess að dæma viðkom­andi?“

„Í lagi að vera með ólík­ar skoðanir“

Róbert segir það vera jákvætt þegar fólk hefur ólíkar skoðanir en hann vill fagna fjölbreyttri umræðu og rökræðum

„Stjórn­mál­in þurfa að vera spenn­andi vett­vang­ur að starfa á, við unga fólkið þurf­um að fá þau skila­boð að það sé í lagi að vera með ólík­ar skoðanir, að all­ir þurfi ekki alltaf að vera sam­mála. Maður á að standa með sann­fær­ing­unni sinni, fylgja hjart­anu og hug­sjón, því ef það ger­ist ekki, þá halda stjórn­mála­flokk­ar á Íslandi áfram að líkj­ast hver öðrum meira og meira, og eng­inn al­menni­leg skoðanaskipti myndu eiga sér stað. Ann­ars get­um við bara sam­einað alla flokka, allt heila klabbið. Því stjórn­mála­flokk­ar þurfa að mynda sér sér­stöðu. Get­um við ekki sam­mælst um að fagna ólík­um skoðunum, fagna fjöl­breyttri umræðu, fagna rök­ræðum?“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn