Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Eyjan

Áslaug Arna: „Ég vil verða forsætisráðherra“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 13:37

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil verða forsætisráðherra“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritari, í hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór, á útvarpi 101. Var hún spurð að því í lok þáttar hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór:

„Ég vil verða forsætisráðherra. Að sama skapi veit maður líka að pólitík er óútreiknanleg og ég yrði því líka sátt á mörgum öðrum stöðum.“

Áslaug var kosin á þing árið 2016 og er yngsti starfandi þingmaðurinn, 28 ára gömul. Hvort túlka megi þetta sem gagnrýni á flokksforystu Sjálfstæðisflokksins skal ósagt látið, en Áslaug gæti þurft að bíða eitthvað enn eftir því að verða forsætisráðherraefni flokksins, því Bjarni Benediktsson sagði í október í fyrra við Þjóðmál að hann væri ekki á þeim buxunum að hætta í stjórnmálum strax og hafi fengið góða kosningu á síðasta landsfundi:

„Þú spyrð hversu lengi ég ætli að vera og við þeirri spurningu er svarið að meðan maður brennur fyrir verkefnum sínum og þeim breytingum sem maður vill sjá verða er engin ástæða til að hætta. Ég fékk góða kosningu á síðasta landsfundi og ég hef haft þá reglu að setja verkefni mín á hverjum tíma í forgang og hleypa ekki hugsunum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætlaði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitthvað annað, þá fjaraði krafturinn út í öllu því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vangaveltur um það hversu lengi ég held áfram.“

Sjá einnig: Bjarni Ben:Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“

Ekið á áttræða konu og Ásta hefur fengið nóg – „Vona að borgarfulltrúar okkar taki þessari ábendingu“
Eyjan
Í gær

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“

Brynjar vill aðskilnað – „Virðist einkum vera í því að eyðileggja einstaklinga og fyrirtæki“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“

Logi er gáttaður á eyðslusemi Reykjavíkurborgar – „Eins og milljónamæringur á fyllerí“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989

Maðurinn sem óvart felldi Berlínarmúrinn 9. nóvember 1989
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“

Pírati segir fréttir af gjaldþroti sínu stórlega ýktar – „Óþarfi að reyna að flýta dauðdögum með óþarfa hjartaáföllum!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“

Ríkið aðstoðar aðeins við kaup á nýjum íbúðum sem hafa aldrei verið dýrari – „Algjör svik verði það raunin“