fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Hendir fram kenningu í kjölfar fréttafársins í kringum Kjartan – „Þá skal ég hundur heita“

433
Þriðjudaginn 4. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í síðustu viku þegar Kjartan Kári Halldórsson hafnaði Val og ákvað að vera áfram hjá FH, þar sem hann er lykilmaður. Ekki eru allir til í að útiloka það að Kjartan fari þó frá FH fyrir tímabil, eins og fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.

Kjartan er einn besti leikmaður FH og hefur verið mikið orðaður við Val og Víking í vetur. Sem fyrr segir hefur hann þó hafnað fyrrnefnda liðinu en því var fleygt fram í þætti Fótbolta.net að hann gæti enn farið í Víking.

„Ef einhver ætlar að segja mér það að Víkingur sé ekki búinn að heyra í Kjartani Kára og segja við hann að þeir ætli að taka hann ef og þegar Ari fer út, þá skal ég hundur heita,“ sagði sparkspekingurinn Valur Gunnarsson. Þarna á hann við Ara Sigurpálsson sem hefur mikið verið orðaður við atvinnumennsku.

„Ég hef ekkert fyrir mér í þessu, en ég sem aðdáandi deildarinnar finnst þetta augljóst,“ bætti Valur við.

Málefni Kjartans voru einnig rædd í Íþróttavikunni hér á 433.is fyrir helgi. Þar hrósaði Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, ákvörðun leikmannsins um að vera áfram í Kaplakrika.

„Mér finnst þetta eitt það nettasta sem leikmaður hefur gert í langan tíma,“ sagði Jóhann um málið í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane

Segir Bayern að láta það alveg vera að framlengja við Kane
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann

Chelsea sagt vera klárt með stóru seðlana fyrir spænska framherjann
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?

Sjö sem gætu tekið við starfi Ólafs Inga í Laugardalnum – Verður Eiður Smári á blaði?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“

Klopp tjáir sig um harmleikinn í kringum Diogo Jota í sumar – „Ég sat þarna án þess að segja orð“
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“