fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Halda því fram að Salah hafi þegar ákveðið næsta skref á ferlinum – Sagt að hann sé búinn að semja

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðlar á Spáni og Sádi-Arabíu halda því fram að Mohamed Salah sé þegar búinn að semja í síðarnefnda landinu.

Salah, sem er orðinn 32 ára gamall, er á sínu áttunda tímabili með Liverpool og einu því allra besta hingað til. Hann er kominn með 19 mörk og 18 stoðsendingar fyrir topplið úrvalsdeildarinnar í deildarkeppninni einni saman.

Samningur Salah er þó að renna út og verða stuðningsmenn Liverpool áhyggjufyllri með hverjum deginum sem líður. Salah mætti fara frítt næsta sumar og hefur einnig verið mikið orðaður við Paris Saint-Germain.

Miðað við þessi tíðindi fer hann þó í sádiarabísku deildina, en Egyptinn hefur lengi verið orðaður þangað.

Tveir lykilmenn í viðbót, Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold, eru einnig að verða samningslausir. Það verður því nóg að gera hjá Liverpool næstu vikur og mánuði ef félagið vill halda þessum leikmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum