fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Nýr formaður Vals fundaði með Gylfa í vikunni – „Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. nóvember 2024 12:55

Adam Ægir og Gylfi Þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Steinar Jónsson nýr formaður knattspyrnudeildar Vals segist hafa hitt Gylfa Þór Sigurðsson í vikunni og hugur sé í honum að gera vel með Val næsta sumar. Frá þessu sagði hann í útvarpsþætti Fótbolta.net.

Gylfi Þór ætlar sér að halda til Spánar á næstunni og æfa þar til að koma sér í enn betra form en hann hefur verið í.

Gylfi gekk í raðir Vals rétt fyrir tímabilið í Bestu deildinni en sagðist á dögunum vera að íhuga að hætta í fótbolta, úr því verður ekki ef marka má Björn.

„Ég hitti hann í vikunni, hann kemur inn í þetta tímabil. Hann var frá í nokkra mánuði áður en hann kom, hann fer út til Spánar og kemur rétt fyrir mót,“ sagði Björn Steinar í útvarpsþættinum Fótbolta.net

Björn segir að Gylfi sé að fara til Spánar á næstunni til að halda sér í formi. „Núna ætlar hann sér að fara til Spánar og halda áfram að æfa, koma inn í undirbúningstímabil í góðu formi. Hann ætlar sér og verður miklu öflugri á næsta tímabili,“ sagði Björn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum

Sextán ára undrabarn lést í hræðilegu slysi um helgina – Var að fara að upplifa drauminn í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“

Deildar meiningar innan landsliðsins um markið – „Vildi meina að hann hafi skorað“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði

Ísak þurft að þola svívirðingar í einkaskilaboðum í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts

Hugsanleg uppstilling Arnars eftir meiðsli Alberts
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“

Strákarnir okkar fullir sjálfstrausts fyrir ógnarstórt próf í París – „Það gefur okkur mikið í framhaldinu“
433Sport
Í gær

Allir æfðu í París

Allir æfðu í París