fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Ekki spilað enskan landsleik í sex ár en gæti verið valinn í næsta hóp

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlega óvænt nafn gæti verið valið í næsta landsliðshóp Englands sem undirbýr sig fyrir keppni á EM í sumar.

Daily Mail greinir frá en maðurinn umtalaði er Jack Butland sem er þrítugur að aldri í dag.

Butland leikur með Ranges í Skotlandi og hefur staðið sig vel en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Stoke.

Butland vakti mikla athygli í ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma og lék níu landsleiki fyrir England frá 2012 til 2018.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er að horfa til Butland sem gæti verið valinn sem þriðji kostur í næsta hóp.

Aaron Ramsdale fær ekkert að spila með Arsenal, Nick Pope er frá vegna meiðsla út mars og Sam Johnstone hefur misst sæti sitt hjá Crystal Palace.

Butland hefur ekki spilað landsleik í sex ár en hefur hrifið marga með frammistöðu sinni í Skotlandi í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar