fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

KSÍ auglýsir eftir landsliðsþjálfara

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 17:30

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ óskar eftir að ráða öflugan þjálfara til að hafa umsjón með hæfileikamótun drengja ásamt því að þjálfa U15 landslið drengja. Um er að ræða spennandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem hægt er að hafa áhrif á þróun og framgöngu efnilegustu leikmanna Íslands.

Helstu verkefni:

U15 landslið karla

• Skipulag, undirbúningur og þjálfun á landsliðsæfingum og keppnisferðum á vegum KSÍ.
• Fylgjast með (scouting) á leikmönnum hérlendis/erlendis.
• Samskipti við yfirþjálfara/þjálfara þeirra félaga sem eiga leikmenn í yngri landsliðum karla.
• Vinna í gagnagrunni sem KSÍ notast við til að halda utan um leikmenn.
• Meta frammistöðu þeirra leikmanna sem tilnefndir eru í landsliðsverkefni yngri landsliða karla.
• Þátttaka í fræðslu og framkvæmd fyrirlestra á milli landsliðsæfinga og í verkefnum erlendis.

Hæfileikamótun karla

• Skipulag, framkvæmd og úrvinnsla á Hæfileikamótun KSÍ.
• Ábyrgð á æfingum og skipulagningu æfinga í samstarfi við félög í landinu.
• Meta frammistöðu þeirra leikmanna sem tilnefndir eru í Hæfileikamótun.
• Fylgjast sérstaklega með og meta hæfileikaríka leikmenn.
• Endurgjöf til félaga.

Menntunar- og hæfniskröfur:

• KSÍ A/UEFA A og KSÍ afreksþjálfun unglinga/UEFA Youth Elite A þjálfaragráður.
• Reynsla og þekking af þjálfun barna og unglinga.
• Góð færni æskileg í notkun á helstu forritum sem tengjast þjálfun. KSÍ notar í sinni vinnu Sideline, Wyscout, STATsport GPS, Spiideo, VEO og SoccerLab, HUDL ásamt Footovision leikgreiningu.
• Hæfni til framsetningar og greiningar á gögnum sem tengjast knattspyrnuþjálfun.
• Góð þekking á forritum Office/Microsoft og hvers kyns tölvuvinnslu.
• Góð samskiptafærni, skipulagsfærni, frumkvæði og nákvæmni í starfi.
• Gott vald íslensku og ensku (hæfni í einu Norðurlandamáli er einnig kostur).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss