fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Frökkum er brugðið – Dapurlegt met

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 07:02

Það eru miklir þurrkar í Frakklandi þessa dagana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum Frökkum er brugðið og þeir hafa miklar áhyggjur. Ástæðan er að í gær skall fjórða hitabylgja sumarsins á landinu og fór hitinn upp í 37 gráður. Þessar hitabylgjur hafa að vonum haft slæm áhrif á vötn, ár og umhverfið í heild sinni og auðvitað á fólk.

B.T. segir að nú sé svo komið að drykkjarvatn sé á þrotum í mörgum bæjum og borgum og að franskir bændur vari landsmenn nú við yfirvofandi mjólkurskorti í vetur.

Meteo France, franska veðurstofan, segir að þurrkarnir í landinu séu þeir verstu síðan mælingar hófust 1958.

Reiknað er með að þeir muni enn versna fram í miðjan mánuðinn en nær engin úrkoma hefur verið í landinu að undanförnu eða aðeins tæpur einn cm.

Reuters segir að landbúnaðarráðherra landsins hafi sagt að þetta þýði að kornuppskeran verði 20% minni en á síðasta ári. Það er auðvitað ekki til að bæta ástandið á matvælamörkuðum þar sem verð hefur hækkað mikið vegna lítils útflutnings á korni frá Úkraínu og Rússlandi.

Skortur á korni þýðir fóðurskort fyrir kýr að sögn franskra bænda og því gæti dregið úr mjólkurframleiðslu.

Gripið hefur verið til takmarkana á vatnsnotkun um nær allt land og nú má ekki lengur vökva garða eða þvo bíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari