fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Enn finnast líkamsleifar í Lake Mead

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 05:36

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn fundust líkamsleifar í Lake Mead sem er á ríkjamörkum Arizona og Nevada. Þetta eru fjórðu líkamsleifarnar sem fundist hafa í vatninu síðan í maí. Vatnið er ekki fjarri Las Vegas en lengi hefur verið talið að glæpamenn þar í borg hafi nýtt sér vatnið til að losa sig við lík.

CNN segir að þjóðgarðsvörðum hafi borist tilkynning snemma á laugardaginn um að mannabein hefðu fundist við Swim Beach svæðið. Kafarar frá lögreglunni í Las Vegas komu einnig á vettvang til að aðstoða  við að ná beinunum í land. Réttarmeinafræðingur kom einnig á vettvang.

Vatnsborð vatnsins hefur lækkað stöðugt síðustu árin og hefur aldrei verið eins lágt og það er núna. Ástæðan er miklir þurrkar á svæðinu árum saman.

Fyrstu líkamsleifarnar sem fundust voru í tunnu og var skotsár á viðkomandi. Talið er að fórnarlambið hafi verið myrt á áttunda eða níunda áratug síðustu aldar og er það byggt á fatnaðinum sem viðkomandi var í.

Óvænt áhrif þurrka – Fundu lík í tunnu í vatnsbólinu

Ekki er vitað hversu lengi líkið var í vatninu. Morðdeild lögreglunnar í Las Vegas vinnur ekki að rannsókn málsins en hún er hins vegar að rannsaka málið þar sem líkið fannst í tunnunni.

Ekki hefur verið skorið úr um dánarorsök hinna tveggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu