fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Pressan

Óvænt áhrif þurrka – Fundu lík í tunnu í vatnsbólinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 22:00

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lake Mead er stærsta vatnsból Bandaríkjanna. Það er í Nevada og sér 25 milljónum íbúa í Arizona, Nevada, Kaliforníu og Mexíkó fyrir vatni. Mjög hefur gengið á vatnsmagnið í vatnsbólinu síðustu ár vegna mikilla þurrka sem eru taldir afleiðing loftslagsbreytinganna. Um helgina fannst tunna, með mannslíki í, í vatninu.

Það var almennur borgari sem fann tunnuna þegar hann var staddur við vatnið. Vegna þess hversu mikið yfirborð vatnsins hefur lækkað sást tunnan. Ekki leyndi sér að lík var í henni því hún var tærð og það sást ofan í hana.

CNN segir að í tilkynningu frá Ray Spencer, hjá lögreglunni í Las Vegas, komi fram að líklega hafi viðkomandi verið myrtur, skotsár sé á líkinu.

Í tilkynningunni segir að líklega hafi viðkomandi verið myrtur á tímabilinu frá miðjum áttunda áratugnum þar til á miðjum níunda áratugnum. Sé það mat byggt á fatnaði og skóm fórnarlambsins. Lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á líkið.

Spencer sagði að yfirborð vatnsins hafi lækkað mjög mikið síðustu 15 árin og „líklega finnum við fleiri lík sem hefur verið kastað í Lake Mead“ þegar vatnsyfirborðið lækkar enn frekar.

Vatnið, sem er manngert, var fyllt á fjórða áratugnum. Síðast var það fullt árið 2000. Vatnsmagnið í því hefur aldrei verið minna en nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“