fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Börkur og Heimir svara ekki í símann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals hefur ekki viljað svara í símann frá því að farið var að ræða um þjálfaramál hjá meistaraflokki karla.

Börkur var staddur erlendis í síðustu viku þegar byrjað var að ræða um framtíð Heimis Guðjónssonar sem þjálfara liðsins.

Eftir að Börkur snéri aftur til landsins hefur hann ekki svarað ítrekuðum símtölum 433.is. Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net hafði sömu sögu að segja í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977 síðustu helgi.

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins hefur heldur ekki tekið upp tólið í að verða tvær vikur. Blaðamaður hefur ítrekað hringt í bæði Börk og Heimi til að ræða stöðu mála hjá Val, prófað hefur verið að hringja úr hinum ýmsu símanúmerum til að reyna að leita svara.

Valur hefur tapað fjórum leikjum í röð í deild og bikar og er liðið ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir átta umferðir.

Óvíst er hvers vegna Börkur og Heimir verjast frétta en framtíð þjálfarans er á milli tannana á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta