fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433

Efsta deild kvenna: „Þurfum að mæta agaðar“

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 23. júní 2020 12:30

Alfreð Elías ætlar sér bikarinn aftur með Selfoss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR fer í Kópavoginn í kvöld og spilar við öflugt lið Breiðabliks í Pepsi-max deild kvenna. Leikurinn leggst vel í þjálfara KR-inga Jóhannes Karl Sigursteinsson. „Þetta er frábært lið og við þurfum að mæta mjög agaðar og skipulagðar og tilbúnar að vinna mikla vinnu. Við þurfum að vera duglegar varnarlega. Þær eru með feikilega sterkt sóknarlið og eru í raun sterkar alls staðar á vellinum.“ Jóhannes segir að sitt lið verði að nýta sína styrkleika. „Við erum með sterkt lið og okkar styrkleikar felast í því að halda bolta. Ef við náum að spila okkar leik og halda í boltann þá munum við finna opnanir í vörn Blika.“

Jóhannes Karl segir að sitt lið verði að verjast sem lið og loka svæðum varnarlega, þá séu þær alltaf líklegar til þess að skora mörk. „Það hefur ekki gengið sérstaklega að skora og það hefur gengið enn verr að verjast, við höfum fengið á okkur sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum.“

Breiðablik skoraði tvö mörk í síðasta leik eftir langt innkast frá Sveindísi Jane. Jóhannes er búinn að fara yfir það með sínum stelpum. „Við erum búin að fara yfir löngu innköstin hjá þeim og mætum klárar í það. Þær eru mjög grimmar í föstum leikatriðum þannig að við þurfum að mæta grimmdinni í þeim.“

Jóhannes segir að það hafi gengið ágætlega að púsla saman nýju liði þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. „Það er margt jákvætt í okkar leik sem við þurfum að vinna áfram með og byggja á því. Við erum með sterkan leikmannahóp og háleit markmið sem hafa ekkert breyst. Við viljum vera fyrir ofan miðju og bæta þann árangur sem við höfum verið að ná undanfarin ár.“

Gæðin í fyrstu umferðunum hafa komið Jóhannesi á óvart. „Við renndum blint í sjóinn með þessum undirbúning í ár, mér finnst gæðin í þessum fyrstu leikjum hafa verið góð þrátt fyrir undirbúninginn.“

Þrír leikir í kvöld

Þriðja umferð í efstu deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum.  Breiðablik tekur á móti KR, Selfoss fer í heimsókn í Kaplakrika þar sem þær spila við FH og Fylkiskonur fá Þrótt í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Umferðin klárast á morgun. ÍBV tekur á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli og Valur tekur á móti Þór/KA. Þessir leikir hefjast klukkan 18:00.

Fjögur lið eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina, Þór/KA, Breiðablik, Valur og Fylkir. Stjarnan og ÍBV eru bæði með þrjú stig og má því búast við hörku leik í Eyjum á morgun. Þróttur, Selfoss, KR og FH eru öll stigalaus.

Leikir umferðarinnar

  1. júní klukkan 19:15

Breiðablik – KR

FH – Selfoss

Fylkir – Þróttur R.

  1. júní klukkan 18:00

ÍBV – Stjarnan

Valur – Þór/KA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Í gær

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað