fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Matur

Þetta hlýtur að vera kaloríusnauðasta nammi sem til er!

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert að því“

„Að hverju?“

„Þú ert að nota ímyndunaraflið Pétur!“

Það er ótrúlegt hvað hægt er að búa til úr því sem finnst í búrskápnum en spurningin er, er hægt að búa til eitthvað úr engu?

Samkvæmt myndbandinu hér að neðan er mögulega hægt að búa til gómsæta böku með því að nota ósýnileg innihaldsefni. Ímyndunaraflið er öflugt, en hversu öflugt?

Á Youtube rásinni Binging With Babish eldar Babish ýmislegt góðgæti. Í sérstakri þáttaröð eldar hann eða bakar góðgæti úr ýmsum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, bókum og fleiri menningarkimum.

Í þessum þætti bakar Babish hina töfrandi og ótrúlegu Ímyndunduðu böku sem kom fram í kvikmyndinni Hook (1991), með stjörnunum Robin Williams, Dustin Hoffman og Juliu Roberts í aðalhlutverki. Að sögn Babish er þetta einn sá réttur sem aðdáendur youtube rásarinnar hafa beðið hann hvað mest um að endurgera.

Uppskrift af ímynduðu bökudeigi:

Í matvinnsluvél skal setja:

175 gr ósýnilegt hveiti

1 msk ósýnilegur sykur

smá ósýnilegt salt

115 gr ósaltað ósýnilegt smjör skorið niður í litla teninga

Púlsa þetta saman, varlega í byrjun því annars fer hveitið út um allt, uns smjörbitarnir eru eigi stærri en kaffibaunir.

Færið yfir í stóra skál og skvettið um 3-4 msk af ísvatni yfir og blandið á sama tíma með sleikju uns deigið rétt helst saman. Setjið á borðið með engu hveiti, fletjið út í þykkt hringlaga form og vefjið inn í plastfilmu. Leyfið að standa í kæli í amk 2 klst.

Næst skal lemja deigið til með kökukefli og loks rúlla út í þynnu á vel hveitibornu borði sem er um 2 tommum breiðari en bökudiskurinn sem á að nota. Rúllið deiginu upp á keflið og leggið þynnuna yfir bökudiskinn. Lyfti næst endunum á deiginu til þess að koma deiginu vel fyrir í bökuforminu og skerið burt það deig sem hengur út fyrir. Kælið í amk 1 klst.

Gatið vel botninn með gaffli, leggið álpappír yfir og fyllið með bökulóðum (ósýnileg hrísgrjón, ósoðnar baunir sem eru ekki til, bökulóð hugarins…). Bakið í 180°C heitum ofni í um 25 mínútur með lóðum. Bakið svo aftur án lóða og álpappírs í 20-25 mínútur. Kælið alveg áður en bakan er fyllt.

Fylling

Um ¼ bolli rjómi (hita upp í potti og bæta svo við 1 pk af gelatíndufti, hrært saman). Leyfið að kólna.

Setjið út í hrærivél:

60 ml ósýnilegur rjómi

1,5 dl ósýnilegur sykur

Þeytið saman á miðlungshraðauns þrjóminn er þeyttur.

 

Næst bætið útí:

450 gr af ósýnilegum rjómaosti við stofuhita sem búið er að skera í litla teninga. Hrært saman í um 1 mínútu þar til mjúkt krem myndast.

Bætið við safa úr 1/2 ósýnilegri sítrónu

Smá ósýnilegt salt

½ tsk ósýnilegir vanilluextrakt/dropar

Um 50 dropar af ósýnilegum rauðum matarlit

Hrærið saman, hellið svo rjóma-gelatín blöndunni út í og hrærið saman í um 3 mínútur uns fullblandað.

Þá er hægt að setja rjómaostafyllinguna ofan í bökubotninn og kælið í amk 6 klst áður en bakan er snædd.

Litaður rjómi til skreytinga

Setjið í hrærivél:

1 dl ósýnilegur rjómi

1/2 msk ósýnilegur sykur

15 dropar af ósýnilegum bláum matarlit

Þeytið

 

Setjið í hrærivél:

1 dl ósýnilegur rjómi

1/2 msk ósýnilegur sykur

15 dropar af ósýnilegum grænum matarlit

Þeytið

Mikilvægast er að sletta bökufyllingu á þann sem er að borða með þér (svo lengi sem það er einhver nákominn þér og er með þér í samfélagsbanni).
Og hananú. Baka úr engu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa