fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Taka ekki mark á kvörtun Nautafélagsins

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 14. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa mun ekki grípa til aðgerða vegna kvörtunar Nautafélagsins ehf., sem á og rekur Hamborgarafabrikkuna, vegna notkunar Gjóna ehf. á auðkenninu „Ísfabrikkan“.

Taldi Nautafélagið að notkun Gjóna á auðkenninu væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Neytendastofa tók ekki undir þetta, meðal annars í ljósi þess að myndmerki fyrirtækjanna væru ólík og þá starfaði Nautafélagið í Reykjavík en Gjóna í Þrastalundi á Selfossi.

Þess má geta að Nautafélagið kvartaði til Neytendastofu árið 2014 til að fá eiganda Pizzafabrikkunnar til að skipta um nafn. Neytendastofa bannaði Pizzafabrikkunni í kjölfarið að nota nafnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“