fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Kiðlingur heimsækir Ljósheima

Mikil kátína á hjúkrunardeildinni Ljósheimum – Viku gamall kiðlingur heilsar upp á heimilisfólk

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. maí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjúkrunardeildin Ljósheimar gaf frá sér skemmtilega tilkynningu í síðustu viku. Þar segir:

„Undanfarin ár hefur hjúkrunardeildin Ljósheimar [á Selfossi] notið góðs af því að einn starfsmaður á deildinni er með búskap.

Á vorin hefur þessi tiltekni starfsmaður komið með annað hvort lamb eða kiðling í heimsókn. Í dag kom hún með lítinn, tæplega viku gamlan, kiðling og vakti heimsóknin að vonum mikla hamingju meðal heimilismanna.

Kiðlingurinn sýndi sínar bestu hliðar á meðan heimsóknin stóð yfir og svaf í fanginu á öllum þeim sem héldu á honum.“

Kiðlingurinn bræddi hjörtu alla heimilismanna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem Ljósheimar birtu með tilkynningu sinni. Svo virðist sem kiðlingurinn sjálfur hafi notið þess til hins ítrasta að kúra í fangi fólksins. Af myndunum að dæma sýndi hann að minnsta kosti ekki á sér neitt fararsnið, heldur var sem spakastur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni

Sigurvegarar og tískan á VMA hátíðinni