fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Úti að aka í Borgarleikhúsinu

Fjölmenni á frumsýningu Úti að aka á laugardagskvöld

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. mars 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farsinn Úti að aka var frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins á laugardagskvöld. Góður rómur var gerður að sýningunni en leikritið segir frá leigubílstjóranum Jóni Jónssyni sem lifir tvöföldu lífi.

Jón heldur tvö heimili með tveimur konum sem vita ekki af hvor annarri. Hann á eitt barn með hvorri konu, stelpu og strák á sama aldri, og er óhætt að segja að málin vandist þegar þau kynnast óvænt á Facebook og ætla að hittast.

Leikstjóri er enginn annar en Magnús Geir Þórðarson en höfundur verksins er Ray Cooney. Með helstu hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Ilmur Kristjánsdóttir.

Svanhildur Konráðsdóttir, sem var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri Hörpu, er hér með eiginmanni sínum, Ali Reza Amoushahi.
Flott hjón Svanhildur Konráðsdóttir, sem var á dögunum ráðin framkvæmdastjóri Hörpu, er hér með eiginmanni sínum, Ali Reza Amoushahi.
Þúsundþjalasmiðurinn Mikael Torfason er mikill fjölskyldumaður. Hann sést hér með fjórum börnum sínum.
Stór fjölskylda Þúsundþjalasmiðurinn Mikael Torfason er mikill fjölskyldumaður. Hann sést hér með fjórum börnum sínum.
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er hér með leikkonunni Eddu Björgvinsdóttur.
Tvær góðar Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, er hér með leikkonunni Eddu Björgvinsdóttur.
S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, er hér með sonum sínum.
Flottir feðgar S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, er hér með sonum sínum.
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir létu sig ekki vanta.
Góð saman Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir létu sig ekki vanta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld

Sigrún Eldjárn opnar bókakonfektið í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum

Afhjúpar hvernig henni tókst að léttast um 13,6 kíló á tæpum tveimur mánuðum