fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Hver fer til Úkraínu?

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitakvöld Eurovision fer fram á laugardag og er ljóst að rafmögnuð spenna verður í loftinu þegar í ljós kemur hver fulltrúi Íslands í Kænugarði í Úkraínu verður.

Keppnin á laugardag hefst klukkan 19.45 og verður sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Fyrstur á svið verður Aron Hannes með lagið Tonight, næst á svið verða þau Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir með lagið Again og þriðji á svið verður Aron Brink með lagið Hypnotised.

Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem komst nokkuð óvænt áfram, er fjórða á svið með lagið Bammbaramm.
Akureyringurinn Rúnar Eff er svo fimmti í röðinni með lagið Make Your Way Back Home og Svala Björgvinsdóttir, með lagið Paper, er svo sjötta á svið. Daði Freyr Pétursson með lagið Is this Love? er svo síðastur á svið.

Úrslitakvöldið fer fram í Laugardalshöllinni og mun hinn sænski Måns Zelmerlöw, sem bar sigur úr býtum í Eurovision árið 2015, með laginu Heroes, koma fram. Lag hans vann keppnina árið 2015 með nokkrum yfirburðum, en lagið fékk meðal annars tólf stig frá íslenskum almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“