fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Birgir leiðir grasrótina gegn Bergþóri og Gunnari Braga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. febrúar 2019 13:00

Birgir Þórarinsson Skýr krafa um breytingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vakti athygli á Alþingi í vikunni þegar hann steig í pontu með skilti sem á stóð „Not in My Parliament“ eða „Ekki á mínu þingi.“ Auk þess hélt hann kröftuga ræðu um mikilvægi þess að karla á þingi stæðu með samstarfskonum sínum og útrýmdu kynferðisofbeldi gegn þeim. Tók þingheimur undir þessi skilaboð.

Skiltið er liður í átaki Evrópuráðsins gegn kynbundnu ofbeldi á þjóðþingum álfunnar og Birgir vildi koma þeim skilaboðum áleiðis til Íslands. Birgir tók sæti Bergþórs Ólasonar í Evrópuráðinu á meðan hinn síðarnefndi fór í leyfi vegna Klaustursummæla sinna. Hefði mörgum þótt það undarlegt að sjá Bergþór flytja þennan boðskap heim ef hann hefði setið fundinn, í ljósi undangenginna atburða, og lítt trúanlegt. Þá sérstaklega gróf og kynferðislega hlaðin orð hans um Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.

Engum dylst að skilaboð Birgis voru innileg en einnig skýr merki um að stór hluti flokksmanna vill sjá breytingar innan flokksstarfsins með lýðræðislegum hætti. Ef þessar breytingar gangi ekki í gegn gæti sá hluti misst áhugann og yfirgefið flokkinn fyrir fullt og allt. Yrði það sérlega blóðugt í því uppbyggingarstarfi sem flokkurinn er í. Að sögn þess Miðflokksfólks sem DV hefur rætt við kom endurkoma Bergþórs og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi því jafn mikið á óvart og öllum öðrum.

Birgir hefur lýst því yfir að hann vilji að boðað verði til flokksráðsfundar þar sem staðan eftir Klaustur verður metin. Telur hann ekki rétt að Bergþór og Gunnar Bragi geti gengið að stöðum sínum vísum. Birgir hefur markað sér stöðu sem talsmaður grasrótar flokksins og er einnig vinsæll utan hans. Er því mikil vigt í orðum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri