fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Ertu í megrun? Þetta er ástæðan fyrir því að þú sérð freistandi mat úti um allt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 16:00

Merkilegar niðurstöður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem breyta um lífsstíl, eða fara í megrun eins og það er stundum kallað, taka oft eftir því að óholl matvæli, svo sem nammi og kex, virðast vera úti um allt þegar maður er að reyna að halda sig frá þessum mat. Það er hins vegar vísindaleg ástæða á bak við þetta.

Ný rannsókn sýnir fram á að ef maður hugsar um mat á einhvern hátt, hvort sem maður er að reyna að hætta að borða hann eða eitthvað annað, þá er maður líklegri til að borða of mikið af þeim mat. Þá sýnir hún einnig fram á að fólki finnst erfitt að hugsa um annan mat þegar það er truflað með myndum af mat.

Rannsóknaraðilar við háskólann í Birmingham báðu níutíu sjálfboðaliða að leggja á minnið myndir af mat, svo sem pítsu. Um það bil helmingur af sjálfboðaliðunum voru í yfirþyngd, hinir ekki. Þátttakendur voru síðan beðnir um að benda á hring á skjá, um leið og annað form poppaði upp til að reyna að trufla þá. Þá var mynd af matnum sem þátttakendur áttu að leggja á minnið stundum plantað rétt hjá hringnum. Þetta var síðan endurtekið og þátttakendur þá beðnir um að leggja á minnið mynd af hlut sem var ekki matarkyns.

Niðurstöður sýna að allir þátttakendur áttu erfiðara með að finna hringinn á skjánum þegar að matarmyndir voru notaðar til að trufla þá. Þær sýna einnig að þeir sem voru í yfirþyngd áttu erfiðara með þetta en hinir. Þeir sem áttu í hvað mestum erfiðleikum með verkefnið skoruðu hátt á BMI-stuðlinum.

„Við viljum meina að það að hugsa um mat auki líkur á ofáti,“ segir Suzanne Higgs, læknirinn sem stjórnaði rannsókninni, í samtali við Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa