fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Þetta er langbesti molinn í Mackintosh-dollunni að mati lesenda DV

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 21:30

Quality Street er vinsælt nammi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru aðeins nokkrir dagar í jólin og er Quality Street-nammið, sem við Íslendingar köllum ávallt Mackintosh, mikilvægur hlekkur í jólahaldi margra.
Því brugðum við á það ráð fyrir stuttu að spyrja lesendur DV hver væri langbesti molinn í Mackintosh-dollunni og var samkeppnin afar hörð.

Þetta er vinsælasti molinn.

Í fyrsta sæti, með rétt rúmlega tuttugu prósent atkvæða, er brúni karamellumolinn, eða Týndi molinn Toffee Deluxe. Fast á hæla hans með 17,61 prósent atkvæða er fjólublái molinn með heslihnetunni hjúpaðri karamellu og þriðja sætið vermir bleiki molinn Vanilla Fudge með rúmlega sextán prósent atkvæða.

Vanilla Fudge á þriðja sætið.

Það kemur kannski á óvart að rauði molinn Strawberry Delight er í fjórða sæti með rétt rúmlega 7,6 prósent atkvæða, en oft hefur því verið haldið fram að hann sé sá versti í dollunni. Í fimmta sæti með 7,21 prósent atkvæða eru tveir molar jafnir að stigum: græni þríhyrningurinn og blái molinn Coconut Éclair.
Gyllti vindillinn Toffee Finger kemur þar á eftir með 6,79 prósent atkvæða og frændi hans gyllti karamellupeninginn því næst með 5,52 prósent atkvæða.

Þessi moli er í fjórða sæti.

Baráttan á botninum er hörð. Í síðasta sæti er appelsínuguli molinn Orange Chocolate Crunch með rúmlega tvö prósent atkvæða, í næstsíðasta er græni molinn með 2,54 prósent atkvæða, svo annar appelsínugulur moli, þessi með kremfyllingunni, með 3,26 prósent atkvæða. Í fjórða síðasta sæti er síðan gyllti molinn Caramel Swirl með rétt tæplega 4,4 prósent atkvæða.

Þessi moli þykir verstur.

Þar höfum við það! Hér fyrir neðan má sjá skiptingu atkvæða:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa