fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Cohen tjáir sig um Dylan og Nóbelinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 2. nóvember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonard Cohen var nýlega í blaðaviðtali spurður hvað honum fyndist um það að Bob Dylan hafi fengið Nóbelsverðlaunin. Hann svaraði: „Það er eins og að setja orðu á Everest fyrir að vera hæsta fjallið.“

Cohen er orðinn 82 ára og heilsuveill, skjálfhentur og gengur stundum við staf, en það hefur ekki aftrað honum frá því að senda frá sér nýja plötu, You Want it Darker. Sonur listamannsins, Adam, var hægri hönd hans við gerð plötunar og Cohen segir að platan hefði ekki orðið til nema vegna hvatningar hans. Cohen þykir nokkur meinlætamaður, heimili hans er ekki prýtt dýrum húsgögnum og listaverkum, þar er einungis það allra nauðsynlegasta.

Í viðtalinu, sem birtist í Sunday Times, spurði blaðamaður Cohen hvort hann málaði ennþá sjálfsmyndir, en það var iðja sem hann stundaði mjög á árum áður. Svarið var: „Ég gæti farið að byrja á því aftur þegar hendur mínar hætta að skjálfa.“ Það er þó enginn uppgjöf í gamla manninum sem segist ætla að vera að til 120 ára aldurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“