fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Matur

Sannleikurinn um kaffi: Þetta er besti tíminn til að drekka það

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 19:00

Bíddu með kaffiþambið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem drekka kaffi geta margir hverjir ekki byrjað daginn án þess að fá sér kaffibolla. Nú sýnir ný rannsókn fram á að það sé alls ekki rétti tíminn til að hefja kaffidrykkju dagsins.

Í rannsókninni kemur fram að best sé að drekka kaffi klukkutíma eftir að þú vaknar þegar að kortísólframleiðsla líkamans er á einum af þremur hápunktum dagsins. Margir kalla kortísól stresshormónið en einnig er hægt að kalla það árveknihormónið því ástæðan fyrir því að líkaminn framleiðir meira kortísól þegar við erum undir álagi er til að auka árvekni.

Með því að fá sér fyrsta kaffibollann þegar að kortísólframleiðsla er í hámarki kennir það líkamanum að framleiða minna af kortísóli samkvæmt rannsakendum. Með því að drekka kaffi um leið og þú vaknar minnkar það áhrif koffíns og getur einnig unnið gegn áhrifum kortísóls. Það getur líka stuðlað að því að líkaminn byggi upp ónæmi gegn kaffi.

Þó það sé erfitt ættir þú samt sem áður að bíða í klukkutíma með að fá þér fyrsta kaffibollann. Þá er einnig gott að stíla inn á aðra hápunkta kortísólframleiðslu yfir daginn, sem er vanalega á milli 12 og 13 og á milli 17.30 og 18.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa