fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Eyjan
Föstudaginn 26. apríl 2024 18:41

Halla Hrund Logadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir er komin með forystu í baráttunni um Bessastaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Halla Hrund mældist með 26,2% fylgi og skýtur þar með Katrínu Jakobsdóttur og Baldri Þórhallssyni, sem hafa barist um forystuna í könnunum hingað til, ref fyrir rass. Katrín er í öðru sæti með 25,4% fylgi og Baldur Þórhallsson er með 21,2% fylgi. Ekki er martækur munur á þremur efstu frambjóðendunum en fylgisaukning Höllu Hrundar á síðustu vikum hefur verið gríðarleg.

Jón Gnarr er hins vegar að dragast aðeins aftur úr en hann er með 15,2% fylgi en langt er í aðra frambjóðendur. Martækur munur er á Jóni Gnarr og Baldri.

Halla Tómasdóttir er með 4,1% fylgi, Arnar Þór var með 3,3% fylgi og Ásdís Rán 1,5% fylgi. Þá er Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir með 1,2% fylgi, Ástþór Magnússon 0,5% fylgi og Helga Þórisdóttir 0,2% fylgi.

Könnun Maskínu fór fram dagana 22. til 26. apríl og voru svarendur alls 1072.

Halla Hrund hefur, eins og áður segir, verið á gríðarlegu flugi í könnunum. Fyrir rúmri viku síðan, í könnun Maskínu þann 18. apríl, var hún með rúmlega 10 prósent fylgi og þannig hefur hún bætt við sig tæpum sextán prósentum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar

Orðið á götunni: Ólafur Ragnar tekur sér Eirík Fjalar til fyrirmyndar og telur sig vera höfund þjóðarsáttarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni

Svarthöfði skrifar: Grenjað á gresjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna