fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Matarspá: Borðaðu samkvæmt stjörnumerkinu þínu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 21:30

Stjörnumerkin hafa ýmislegt að segja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur haft mikil áhrif á líf okkar og persónuleika hvaða stjörnumerki við fæðumst í. Stjörnumerkin hafa til dæmis áhrif á matarsmekk okkar en hér fyrir neðan kemur það fram svart á hvítu hvað þú átt að vera að borða samkvæmt því hvaða stjörnumerki þú ert í.

Steingeitin
22. desember – 19. janúar

Steingeitur eru vanafastar og íhaldsamar og vita nákvæmlega hvað þær vilja og hvað þær vilja ekki. Þær vilja helst borða það sem þær hafa borðað síðan þær voru lítil börn. Margar steingeitur geta borðað það sama á hverjum einasta degi og vilja hafa reglu á matmálstímum.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Laukur, nautakjöt, grænkál, blómkál, ber.

Vatnsberinn
20. janúar – 18. febrúar

Vatnsberar elska að borða með vinum og vilja helst ekki hafa matarboð of þvinguð því þeir vilja vera frjálsir og afslappaðir. Vatnsberar eru hins vegar mjög framarlega þegar kemur að mat og sjálfbærni og uppruni matvæla er mjög mikilvægur í þeirra huga.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Hnetur, tófú, hrísgrjón, steinselja, rófur.

Fiskurinn
19. febrúar – 20. mars

Fiskar elska einfaldan en fágaðan mat. Margir fiskar geta alls ekki borðað vissan mat því það veldur þeim ógleði. Þeir eru hins vegar miklir sælkerar og algjörir sætindagrísir.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Eggaldin, sætar kartöflur, hunang, perur, súkkulaði.

Hrúturinn
21. mars – 19. apríl

Hrútarnir elska skyndibita, það er að segja allt sem hægt er búa til með hraða og borða mjög fljótt. Þeir elska forrétti, morgunmat og smárétti. Þá eru hrútar líka mjög hrifnir af sterkum mat og áhugaverðum samsetningum.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Egg, svartar ólífur, aspas, kúskús, radísur, Sriracha-sósa.

Nautið
20. apríl – 20. maí

Nautin borða hægt og njóta hvers bita. Þau vilja stóra diska og helst hrúga á þá alls kyns rjómalöguðu góðgæti og dásamlegum eftirréttum.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Cheddar ostur, lárperur, kartöflur, mæjónes, kókosmjólk, súkkulaðibúðingur.

Tvíburinn
21. maí – 20. júní

Tvíburar eru sífellt á ferðinni og því þurfa þeir ýmislegt nasl til að lifa af daginn. Í raun skiptir matur ekki miklu máli fyrir tvíbura og bjóða þeir frekar í mat til að skemmta sér en að borða.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Mandarínur, agúrka, feta ostur, kartöfluflögur.

Krabbinn
21. júní – 22. júlí

Krabbarnir eru mjög viðkvæmar sálir en einnig með viðkvæman maga. Þeir laðast að huggunarmat og vilja helst njóta heimalagaðs matar en að fara út að borða.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Furuhnetur, kúrbítur, ruccola salat, ferskjur, humar.

Ljónið
23. júlí – 22. ágúst

Ljónin láta mikið fyrir sér fara, eru með stórt skap og vilja ná athygli allra. Þegar þeir borða láta þeir alla vita hve gómsætur maturinn er – tja, eða hve ógeðslegur hann er.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Maís, tómatar, mozzarella ostur, sinnep, vatnsmelóna.

Meyjan
23. ágúst – 22. september

Litlar, næringarríkar og tíðar máltíðir virka best fyrir meyjurnar. Þær virðast alltaf vera að fá sér snarl enda eru þær sísvangar og með gríðarlega nartþörf.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Kirsuberjatómatar, fíkjur, hindber, rækjur, möndlur, dökkt súkkulaði, kex.

Vogin
23. september – 22. október

Að borða er eins og listform hjá Vogunum. Vogirnar vilja að allir séu jafnir og það á líka við við matarborðið – allir skulu fá jafnstóra skammta. Vogirnar eiga hins vegar líka erfitt með að ákveða hvað eigi að vera í matinn.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Epli, valhnetur, granatepli, skelfiskur, marengstoppar.

Sporðdrekinn
23. október – 21. nóvember

Sporðdrekar fá rosalega mikið úr því að borða og elska mat sem er bragðmikill en einnig fallegur. Sporðdrekar borða það sem þeir vilja, þegar þeir vilja það.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Ostrur, sveppir, rauðrófur, súkkulaði.

Bogmaðurinn
22. nóvember – 21. desember

Bogmenn elska að borða því þeir kunna svo sannarlega að njóta listisemda lífsins – sérstaklega þegar kemur að mat. Þeir trúa því líka án efa að maður sé það sem maður borðar. Þeir elska náttúruna og þurfa mikið af vatni og ferskum mat til að vera hamingjusamir.

Matur sem ætti að vera til í eldhúsinu:

Kalkúnn, brokkolí, plómur, pekanhnetur, döðlur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa