fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Fegurðardrottningin Katrín Lea: „Ég dey fyrir kolvetni“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 13:00

Katrín Lea elskar mat sem byrjar á P.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin Katrín Lea Elenudóttir bar sigur úr býtum í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland fyrr á árinu. Hún var gestur Brennslunnar á FM957 í morgun og gafst hlustendum kostur á að spyrja hana spjörunum úr.

Farið var um víðan völl í spurningatímanum og var drottningin meðal annars spurð hvað hún tæki mikið í bekk og hverju hún vildi breyta í heiminum. Þá var hún einnig spurð hver væri hennar sakbitna sæla þegar kemur að mat.

https://www.instagram.com/p/Bm6YB7Hguw3/

„Ég elska kolvetni. Ég dey fyrir kolvetni. Ég elska brauð, ég elska pítsu, ég elska pasta,“ sagði Katrín Lea og bætti við.

„Ég elska allt ítalskt í raun og veru. Allt sem byrjar á P hjá þeim.“

Katrín Lea hefur komið til Feneyja og Veróna á Ítalíu og sagði í þættinum að Ítalía væri fallegasta landið í Evrópu, sem og eyjan Mallorca.

https://www.instagram.com/p/BqDJobAATdC/

Katrín Lea stendur í ströngu þessa dagana og þarf því á öllum sínum kolvetnum að halda. Næsta fimmtudag verður kveðjuteiti fyrir hana á skemmtistaðnum Miami á Hverfisgötu og síðan heldur hún út til Bangkok, höfuðstaðar Taílands, til að taka þátt í alþjóðlegu fegurðarsamkeppninni Miss Universe. Verður þetta í 67. sinn sem Miss Universe-keppnin er haldin og fer hún fram 17. desember næstkomandi. Grínistinn Steve Harvey og ofurfyrirsætan Ashley Graham eru kynnar og þátttakendur frá 95 löndum munu freista þess að hreppa hnossið.

Við óskum Katrínu Leu góðs gengis í Taílandi.

https://www.instagram.com/p/Bkm6K2PANbk/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa